Innlent

Snjóflóðahættan enn til staðar

Viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum en á norðanverðum fjörðunum hefur því verið aflétt. Fjögur íbúðarhús voru rýmd á Bíldudal í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu en þar hafa hús ekki áður verið rýmd í vetur. Á norðanverðum Vestfjörðum rigndi mikið í hlýjum vindi í gærkvöldi og var gríðarleg bráðnun. Bæjarstarfsmenn á Ísafirði unnu fram á nótt við að dæla upp úr stífluðum niðurföllum og víða höfðu vatnsrásir við þjóðveginn um Ísafjarðardjúp stíflast þannig að vatn rann yfir veginn en ekki er þó vitað um vegaskemmdir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×