Innlent

Gefur út 61 atvinnuleyfi

Vinnumálastofnun gefur í dag út 61 nýtt atvinnuleyfi fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem starfa hér. Impregilo fær 24 atvinnuleyfi og gilda þau öll fyrir Kínverja, Fosskraft fær 19 leyfi, aðrir verktakar á Austurlandi fá fimm leyfi og fiskvinnslu-, þjónustufyrirtæki og íþróttafélög fá 13 leyfi. Atvinnuleyfin eru gefin út fyrir 22 Pólverja, fjóra Litháa, þrjá Letta, þrjá Serba, einn Eista, einn Pakistana, einn Víetnama, einn Albana og einn Ástrala fyrir utan Kínverjana sem munu starfa á Kárahnjúkum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×