Bylting á Egilsstöðum 25. janúar 2005 00:01 Hilmar Gunnlaugsson, hdl. og löggiltur fasteignasali á Fasteigna- og skipasölunni, segir að bylting hafi orðið í fasteignasölu á Austfjörðum. Fleiri fasteignasölur séu nú starfandi á svæðinu og samkeppni hafi aukist. Fasteignir hafi snarhækkað í verði og veltan í sölunni hafi fjórfaldast. Hann telur að verðið eigi enn eftir að hækka, markaðurinn sé ekki kominn á toppinn. "Markaðurinn er orðinn eðlilegur. Fasteignaverð hér er ágætt. Menn geta nú byggt til að selja án þess að tapa á því. Verðmyndunin er orðin eðlileg," segir Hilmar. Á Austurlandi er 140-150 þúsund krónur á fermetra algengt verð í nýju húsnæði. Verðið fer allt upp í 200 þúsund á fermetra en það er óvenjulegt. Fermetraverð á nýbyggingum var um 135 þúsund fyrir rúmu ári. "Það er svo stutt síðan markaðurinn var lélegur að það er kannski ákveðin vantrú ríkjandi. Það tekur fólk tíma að venjast þessum breytingum," segir hann og telur ekki um neina bólu að ræða. Framkvæmdirnar á Kárahnjúkum og í Reyðarfirði styðji við svæðið til frambúðar. Verðhækkunin telur Hilmar að gildi almennt á Austfjörðum þó að það sé misjafnt eftir bæjarfélögum hversu mikil hún sé. Minnst sé hún á Seyðisfirði enn sem komið er. Þá segir hann að göngin frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar séu farin að hafa áhrif á svæðið. Þau hafi orðið til þess að hækka fasteignaverð á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði því að með tilkomu þeirra verði styttra frá Fáskrúðsfirði að álverinu en til Egilsstaða auk þess sem Breiðdalsvík komist inn á áhrifasvæðið. Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hilmar Gunnlaugsson, hdl. og löggiltur fasteignasali á Fasteigna- og skipasölunni, segir að bylting hafi orðið í fasteignasölu á Austfjörðum. Fleiri fasteignasölur séu nú starfandi á svæðinu og samkeppni hafi aukist. Fasteignir hafi snarhækkað í verði og veltan í sölunni hafi fjórfaldast. Hann telur að verðið eigi enn eftir að hækka, markaðurinn sé ekki kominn á toppinn. "Markaðurinn er orðinn eðlilegur. Fasteignaverð hér er ágætt. Menn geta nú byggt til að selja án þess að tapa á því. Verðmyndunin er orðin eðlileg," segir Hilmar. Á Austurlandi er 140-150 þúsund krónur á fermetra algengt verð í nýju húsnæði. Verðið fer allt upp í 200 þúsund á fermetra en það er óvenjulegt. Fermetraverð á nýbyggingum var um 135 þúsund fyrir rúmu ári. "Það er svo stutt síðan markaðurinn var lélegur að það er kannski ákveðin vantrú ríkjandi. Það tekur fólk tíma að venjast þessum breytingum," segir hann og telur ekki um neina bólu að ræða. Framkvæmdirnar á Kárahnjúkum og í Reyðarfirði styðji við svæðið til frambúðar. Verðhækkunin telur Hilmar að gildi almennt á Austfjörðum þó að það sé misjafnt eftir bæjarfélögum hversu mikil hún sé. Minnst sé hún á Seyðisfirði enn sem komið er. Þá segir hann að göngin frá Reyðarfirði til Fáskrúðsfjarðar séu farin að hafa áhrif á svæðið. Þau hafi orðið til þess að hækka fasteignaverð á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði því að með tilkomu þeirra verði styttra frá Fáskrúðsfirði að álverinu en til Egilsstaða auk þess sem Breiðdalsvík komist inn á áhrifasvæðið.
Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira