Innlent

Samkeppni um starfsfólk að aukast

Björgólfur Jóhannsson, forstóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, telur að samkeppni um starfsfólk sé að aukast á svæðinu. Vinnumarkaðurinn verði gjörbreyttur þegar álverið hefji starfsemi árið 2007 því að þá komist hreyfing á sérhæft starfsfólk. "Við finnum að það er aukin samkeppni með að fá ákveðna starfshópa til starfa og það á eftir að aukast," segir hann. "Hreyfing á starfsfólki gefur okkur líka tækifæri, til dæmis með því að gera meiri kröfur til starfsmanna og reyna að fá hæfara starfsfólk." Síldarvinnslan hefur verið stærsti vinnuveitandinn á svæðinu eða sem nemur 80-85 prósentum af vinnumarkaðnum en stjórnendur fyrirtækisins hafa um nokkurt skeið talað um að það myndi breytast með álveri á Reyðarfirði. Skipulagsbreytingar hafa því átt sér stað hjá fyrirtækinu til að búa það undir breyttar aðstæður. "Við erum búin að færa ýmsa vinnu yfir í einkafyrirtæki," segir Björgólfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×