Innlent

Vannýtt vegna fjárskorts Hafró

Nýjasta og fullkomnasta hafrannsóknaskipið, Árni Friðriksson, verður aðeins hundrað og sextíu daga á sjó við hafrannsóknir á þessu ári vegna fjárskorts Hafrannsóknastofnunar. Þetta verður um það bil hundrað dögum styttra úthald en gert var ráð fyrir þegar skipið var smíðað á sínum tíma. Þá er ráðgert að leigja hafrannsóknaskipið Bjarna Sæmundsson til loðnuleitar við Vestur-Grænland í haust, enda eru ekki til fjármunir til að láta það stunda hafrannsóknir við Ísland allt árið. Ennfremur var hafrannsóknaskipið Dröfn selt rétt fyrir áramót, með þeim skilmálum þó að stofnunin geti haft afnot af skipinu í a.m.k. 40 daga á ári, eða rúman mánuð, ef á þarf að halda. Samkvæmt þessu fer því að slaga upp í það að eitt fullnýtt skip geti annað þeim verkefnum, sem fjármunir duga til, en skipin hafa verið þrjú um árabil. Hagsmunahópar eins og útvegsmenn, sjómenn og fiskútflytjendur eru óhressir með þessa þróun þar sem kvótar nytjastofna hér við land eru að mestu leyti ákveðnir á grundvelli rannsókna þesara skipa. Þeir benda á að með minni rannsóknum geti hættulegar skekkjur þróast sem ekki sjást í tæka tíð og geta haft alvarleg áhrif á stofnana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×