Innlent

Niðurstöðurnar liggi fyrir í haust

Þingmenn Suðurkjördæmis samþykktu á fundi sínum á dögunum að tryggja 20 milljónir króna til jarðfræðirannsókna hvort mögulegt sé að gera jarðgöng milli Vestmannaeyja og Landeyja. Rannsóknirnar skulu fara fram sem fyrst og niðurstöður þeirra liggi fyrir ekki síðar en næsta haust. Í rannsóknunum skal tekið mið af áætlunum sem Birgir Jónsson, jarðverkfræðingur frá verkfræðideild Háskóla Íslands, og sænska verktakafyrirtækið NCC, auk fyrri rannsókna sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hefur gert, og þær unnar í samráði við þessa einstaklinga og aðila. Vegagerð ríkisins hefur yfirumsjón með framkvæmd rannsóknanna. Í tilkynningu segir að niðurstöður þeirra skuli vera eign íslenska ríkisins, enda séu þær greiddar af því. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum skulu einnig höfð með í ráðum og þau upplýst eins og kostur er um framvindu málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×