Fleiri fréttir

Fékk sjö mánaða skilorð

Skipstjórinn í ferð Hauks ÍS til Þýskalands þar sem tveir skipverjanna voru handteknir fyrir tilraun til fíkniefnasmygls var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ræktun kannabisplantna.

Braut gegn valdstjórninni

Maður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að slá lögreglumann hnefahöggi í andlitið á Kaffi Austurstræti í mars í fyrra.

Stal bók og geisladiskum

Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað og skjalafals. Maðurinn stal tveimur geisladiskum og einni bók úr verslunum auk þess sem hann framvísaði fölsuðum lyfseðli.

Býður nýbúa velkomna

Mjóafjarðarhreppur ætlar að slást í hóp með þeim sem fjölga vilja íbúum í fjórðungnum í kjölfar stóriðju- og virkjunarframkvæmda.

Vill fund

Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingunni, skýrði frá því á Alþingi í gær að hann hefði beðið formann utanríkismálanefndar um að halda fund í nefndinni fyrir hvatningu forsætisráðherra.

Gaf leyfi til yfirflugs

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra staðfesti á Alþingi í gær að veitt hefði verið leyfi til yfirflugs yfir Ísland þremur vikum áður en ráðist var inn í Írak. Hann segir þetta ekki hafa verið stuðning við stríð.

Hættustigi aflýst á Bíldudal

Að höfðu samráði við snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands hefur verið ákveðið að aflýsa hættustigi vegna snjóflóðahættu á Bíldudal og er íbúum, sem þurftu að rýma heimili sín í gærkvöldi, heimilt að fara heim á ný.

Viðbúnaðarástand á Vestfjörðum

Viðbúnaðarástandi vegna snjóflóðahættu var lýst á öllum Vestfjörðum laust fyrir miðnætti. Það var gert með samráði sérfræðinga Veðurstofunnar og lögregluyfirvalda vestra. Hvergi hafa hús þó verið rýmd. Vitað er um að tvö lítil flóð féllu í Óshlíð í nótt.

Ekki skoðanir verkalýðsmálaráðs

Sex menn úr forystu verkalýðshreyfinga og allir fulltrúar í verkalýðsmálaráði Samfylkingarinnar sendu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að skoðanir Gylfa Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra ASÍ, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær séu ekki skoðanir verkalýðsmálaráðsins.

80 kílómetrum yfir hámarkshraða

Lögreglan í Grindavík stöðvaði í gærkvöldi ökumann eftir að hann hafði mælst á hundrað og þrjátíu kílómetra hraða á Víkurbraut þar sem hámarkshraði er aðeins fimmtíu kílómetrar. Hann var því vel yfir tvöföldum hámarkshraða og mun að líkindum missa ökuréttindi og fá háa sekt.

214 umsóknir í lóðir í Hveragerði

Umsóknir frá níutíu og sex aðilum bárust í þrjátíu og tvær lóðir sem Hveragerðisbær auglýsti lausar nýverið. Sumir lögðu inn fleiri en eina umsókn og voru umsóknirnar alls 214.

Öll mismunun máð úr lögum

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hvetur þingmenn til þess að má úr lögum alla mismunun á grundvelli kynhneigðar. Stjórn SUS segir lög um staðfesta samvist og lög um tæknifrjóvganir fela í sér mismunun sem byggist á fordómum en ekki rökum.

38% aukning innlendra útlána

Samkvæmt gögnum sem Seðlabankinn birti síðastliðinn föstudag var aukning innlendra útlána bankanna alls um 305 milljarðar króna á síðasta ári, eða um 38%. Þetta er meira en helmingi hærri aukning en á árinu 2003 þegar hún nam 15%.

Reiði Össurar tilefnislaus

IMG Gallup er ekki að gera skoðanakönnun fyrir stuðningsmenn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, eins og Össur Skarphéðinsson hélt fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Varaþingmaður Samfylkingarinnar segir Össur hafa sýnt tilefnislausa reiði með ummælum sínum.

Vélsleða enn leitað

Lögreglan á Selfossi leitar enn tveggja vélsleða sem hurfu frá Litlu kaffistofunni í Svínahrauni í fyrrinótt. Þeir voru af Ski Doo gerð og tilheyra vélsleðaleigu. Nokkrir vélsleðar voru einnig geymdir við Skíðaskálann í Hveradölum um helgina en þeir voru ekki hreyfðir.

Erindi Fischers afhent Alþingi

Forseta Alþingis, Halldóri Blöndal, var í morgun afhent erindi frá Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, þar sem hann óskar eftir því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Það voru Garðar Sverrisson og Sæmundur Pálsson sem afhentu forseta Alþingis erindið fyrir hönd Fischers.

Ingimundur hættir sem sendiherra

Ingimundur Sigfússon sendiherra lætur af störfum þann 1. febrúar næstkomandi að eigin ósk. Ingimundur var fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Japan en hann starfaði áður sem sendiherra í Þýskalandi, fyrst í Bonn og síðar í Berlín. Áður var Ingimundur forstjóri Heklu.

Snjóflóðahættan hefur minnkað

Snjóflóðahættu var lýst yfir alls staðar á Vestfjörðum rétt fyrir miðnætti en engin íbúðarhús hafa verið rýmd. Snjórinn hefur þjappast mikið sem er góðs viti. Því hefur Veðurstofan ekki miklar áhyggjur einmitt núna en mun fylgjast vel með þróun mála í allan dag og jafnvel fram á nótt.

Uppgröftur á fornminjum Hrafnkels

Landsvirkjun hefur óskað eftir tilboði í að grafa upp rústir sem taldar eru vera af seli Hrafnkels Freysgoða, sem uppi var á tíundu öld, en munu fara á kaf í Kárahnjúkalóni. Þetta eru tvær rústir sem hvor um sig er u.þ.b. 18 x 8 metrar að flatarmáli og eru á svonefndum Hálsi við Jökulsá á Brú, sunnan við Kárahnjúka.

Tók myndir inni á kvennasalerni

Ungur maður á yfir höfði sér sektir fyrir brot á blygðunarsemi en hann var staðinn að því að taka myndir af konu á kvennasalerni á skemmtistað í bænum aðfararnótt sunnudags. Konan varð hans vör og kallaði á lögreglu sem handtók hann á staðnum og lagði hald á minniskubb úr stafrænni myndavél sem hann notaði til verksins.

Alþingismönnum afhent virkjanakort

Náttúruverndarsamtökin tíu sem standa að útgáfunni „Ísland örum skorið“ afhentu alþingismönnum kort nú á þriðja tímanum þar sem sést hver árif virkjanaframkvæmda á landið verða á næstu fimmtán árum, ef farið verður að stefnu stjórnvalda.

Utanríkismálanefnd má birta gögnin

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að utanríkismálanefnd mætti sín vegna birta það sem henni sýndist um umræður um aðdraganda stríðsins í Írak. Össur Skarphéðinsson, alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar, skoraði á Halldór að hreinsa loftið með því að aflétta trúnaði af eigin ummælum í fundargerðum nefndarinnar.

Húsaleiga hefur margfaldast

Gríðarleg aukning á sér stað á húsnæðismarkaði og í byggingu verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á Egilsstöðum og hefur verð á húsnæði hækkað gríðarlega. Sama gildir um húsaleigu. </font /></b />

Atvinnuleyfin gefin út í dag

Búist er við að í dag liggi fyrir niðurstaða í vinnu ráðuneytisstjóranefndarinnar og í framhaldi af því verði gefin út atvinnuleyfi fyrir hóp erlendra verkamanna til starfa hjá Impregilo.

Órofa tengsl

Samskipti verkalýðshreyfingarinnar og Samfylkingarinnar hafa talsvert verið til umræðu. Slík tengsl eiga sér langa sögu í íslenskum stjórnmálum og hafa velflestir flokkar kappkostað við að hafa ítök í launþegahreyfingunum og þær um leið í flokkunum.

Stuðningurinn hófst í febrúar 2003

Íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars. Í millitíðinni töluðu formenn stjórnarflokkanna í austur og vestur í afstöðunni til Íraksdeilunnar.

Lögbann á fyrrum starfsmenn SÍF

Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur sett lögbann á fjóra fyrrverandi starfsmenn SÍF sem sögðu upp störfum og stofnuðu fisksölufyrirtæki í beinni samkeppni við SÍF. Bannið gildir til júníloka. Í millitíðinni verður skorið úr um málið fyrir dómstólum.

Lögreglufréttir

Innbrot í Fossvogi Brotist var inn í hús í Fossvogi snemma á mánudagsmorgni. Eldhúsgluggi var spenntur upp og lyfjum, skólatösku, áfengi, sundpoka og peningum stolið.

Lögreglufréttir

Partí á sunnudegi Tvö útköll bárust lögreglunni í Keflavík á næturvaktinni aðfaranótt mánudags vegna hávaða í partíum í heimahúsum, annað í Keflavík og hitt í Sandgerði.

Örorka hækkar um 14 milljarða

Í fyrsta sinn liggur fyrir örorkulíkan sem byggist á íslenskum raunveruleika. Hingað til hefur verið stuðst við danskt líkan. Samkvæmt íslensku útreikningunum hækka skuldbindingar lífeyrissjóðs VR vegna örorku um tæpa fjórtán milljarða.

Flugfært til Bandaríkjanna

Flugvél Icelandair lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna síðdegis í gær. Hún flutti og sótti farþega sem áttu pantað flug milli landanna á sunnudag en því hafði verið aflýst vegna óveðurs.

Viðbúnaðarstig fyrir vestan

Viðbúnaðarstigi vegna hláku sem eykur hættu á snjóflóðum hefur verið lýst yfir í byggðum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum. Fylgst er með ástandinu.

Halldór neitar ásökunum

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra þvertekur fyrir að málflutningur hans um þá ákvörðun að setja Ísland á lista hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu hafi verið villandi. Hann segir utanríkismálanefnd Alþingis frjálst að birta það sem hún vill varðandi málið. 

Kostaboð verslana standast ekki

Svo virðist sem auglýst kostaboð raftækjaverslana eigi ekki ávallt við rök að styðjast. Í auglýsingabæklingi ELKO, sem datt inn á borð landsmanna í byrjun árs, má finna verðupplýsingar sem hreinlega standast ekki.

Gígarnir í Eyjum skemmdir

Unnar hafa verið skemmdir á gosgígunum í Vestmannaeyjum með skurðgröfu. Gígarnir mynduðust í gosinu árið 1973 og eru á náttúruminjaskrá. Ráðist var í þessar óvæntu framkvæmdir á 31 árs afmæli gossins.

Vilja breyta lögum um eftirlaun

Forsætisráðherra vill breyta lögum um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins þannig að ekki verði lengur unnt að starfa á fullum launum og þiggja um leið eftirlaun. Guðmundur Árni Stefánsson, eini stjórnarandstæðingurinn sem studdi eftirlaunafrumvarpið, er sammála þessu. 

Fresta afhendingu olíuyfirlits

Starfsfólk Essó neitaði í liðinni viku viðskiptavinum sínum um yfirlit yfir viðskipti þeirra við félagið undanfarin ár. Töluvert var um að fólk óskaði eftir upplýsingunum eftir að Neytendasamtökin hvöttu almenning til að afhenda samtökunum nótur vegna olíukaupa. Það var gert vegna fyrirhugaðrar skaðabótakröfu sem rekin verður fyrir dómstólum.

Vilja selja refaveiðileyfi

Hugmyndir eru um það í Skagafirði að selja skotveiðimönnum leyfi til refaveiða í sveitinni. Jón Garðarsson, fulltrúi Framsóknarflokks í atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, kynnti þessar hugmyndir á fundi nefndarinnar í liðinni viku.

Nýbyggingar í undirbúningi

Engilbert Runólfsson, eigandi verktakafyrirtækisins Stafna á milli, hefur keypt fjölda húsa frá horni Laugavegs, niður Frakkastíg og niður á Hverfisgötu. Þar ætlar fyrirtækið að reisa fimmtán þúsund fermetra nýbyggingu sem í verða bæði íbúðir og verslunarhúsnæði, en sex þúsund fermetrar fara undir bílageymslu.

Eldur í vél

Eldur kom upp við húsnæði Ísafoldarprentsmiðjunnar í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, sem er með slökkvistöð í grennd við prentsmiðjuna, náði að slökkva eldinn áður en hann breiddist út.

Lögbann á starfsmenn

Fjórum af fimm fyrrverandi starfsmönnum SÍF sem sögðu upp störfum fyrir áramót og stofnuðu eigið fisksölufyrirtæki hefur verið meinað að starfa fyrir nýja félagið eða taka á nokkurn annan hátt í starfsemi félagsins til 30. júní.

Kjarabætur stóðu ekki til

Forsætisráðherra segir að mönnum hafi sést yfir þann möguleika að fyrrverandi ráðherrar gætu þegið eftirlaun á sama tíma og þeir gegndu starfi á vegum hins opinbera. Hann segir ástæðu til að taka málið til athugunar. </font /></b />

Hús rýmd

Fjögur hús voru rýmd á Bíldudal seint í gærkvöld vegna snjóflóðahættu. Lögreglan á Patreksfirði segir að húsin séu við Gilsbakkagil og gripið hafi verið til þessa af öryggisástæðum.

Krefst 94 milljóna af Arngrími

Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna.

Borgarfulltrúar leiti sér sálfræðihjálpar

Formaður bæjarráðs Kópavogs segir að vegna minnimáttarkenndar gagnvart Kópavogi ættu borgarfulltrúar R-listans kannski að leita sér sálfræðihjálpar. Reykjavíkurborg meinar Kópavogi að leggja vatnsleiðslu um land sitt. Iðnaðarráðuneytið er með málið til skoðunar. </font /></b />

Sjá næstu 50 fréttir