Innlent

Meðalaldur frumbyrja hækkar

Elsta íslenska konan sem alið hefur frumburð á árabilinu 1971-2003 var 48 ára gömul. Hún ól barn sitt 2001. Þá fæddu tvær aðrar 48 ára gamlar konur börn þetta sama ár, en í hvorugu tilvikinu var um frumburði að ræða. Jafnframt leiða tölurnar í ljós að mun fleiri stúlkur undir 15 ára aldri eignuðust börn á árinum á árunum 1971-1981 en á síðari áratugum. Á ofangreindum áratug ólu 28 stúlkur á umræddum aldri barn. Þar af var ein undir 15 ára aldrinum að eignast sitt annað barn. Það var árið 1978. Hins vegar fæddu þrjár stúlkur undir þessum aldri á áratugnum 1993-2003.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×