Innlent

Aurskriða féll á Snæfellsnesi

Aurskriða féll á þjóðveginn um Búlandstind á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar í gær. Í sama mund var bíll að fara um veginn og lenti hann á steini í skriðunni og skemmdist eitthvað. Ökumanni var að vonum brugðið en sakaði ekki. Vegagerðarmenn hreinsuðu veginn og hefur ekkert hrunið á hann síðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×