Innlent

Engin brenna á Seyðisfirði

Búið er aflýsa brennu og flugeldasýningu sem vera átti á Seyðisfirði í kvöld. Að sögn Tryggva Harðarsonar bæjarstjóra var sú ákvörðun tekin vegna þess afleita veðurs sem spáð er að verði á Seyðisfirði og víðar á Austurlandi í kvöld. Dansleik sem ráðgert var að halda í bænum í kvöld hefur jafnframt verið frestað þar til annað kvöld. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×