Innlent

Aukafundur vegna uppsagnar

Bankaráð Íslandsbanka hefur verið boðað til aukafundar, eftir að Bjarni Ármannsson forstjóri bankans rak staðgengil sinn og aðstoðarforstjóra, Jón Þórisson, úr starfi í gær, en hann hætti þegar í stað. Ástæðan var sögð óbrúanlegur ágreiningur á milli þeirar tveggja. Einar Sveinsson formaður bankaráðsins segir í viðtali við Morgunblaðið í dag að Bjarni hafi látið sig vita um fyrirhugaðan brottrekstur Jóns, áður en hann var gerður opinber, en upplýsir ekki að kröfu hvers bankaráðið er boðað til aukafundar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×