Innlent

Bólusetning engin trygging

Mjög skæð inflúensa herjar nú á landsmenn og er víst að margir liggja í bælinu á milli jóla og nýárs. Þúsundir Íslendinga létu bólusetja sig í haust en í mörgum tilvikum dugar það ekki til, bólusettir leggjast samt í flensu. Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir segir bólusetningu ekki vera örugga vörn heldur dragi hún einungis úr líkunum á smiti. Hann giskar á að 20-30 prósent þeirra sem láti bólusetja sig geti samt smitast af flensunni. Fyrir því eru þrjár ástæður: hversu skæð veiran er, hversu mikill kraftur er í sýkingunni sjálfri og hvernig sá sem verjan herjar á er á sig kominn. Með þetta í huga hljóta margir að spyrja sig hvort skynsamlegt sé að láta yfirleitt bólusetja sig og segir Sveinn það vissulega vera álitamál þar sem bólusetningunni geti tengst aukaverkanir. "Þetta er nánast hagfræðilegt atriði, atvinnurekendur standa fyrir bólusetningunni. Þeir meta einfaldlega kostnaðinn við bólusetninguna lægri en veikindadaga starfsfólksins, jafnvel þótt þær skili ekki árangri í öllum tilvikum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×