Innlent

Stálu áfengi til skemmtanahalds

Lögreglan á Selfossi handtók sjö ungmenni í gær, grunuð um innbrot í þjónustumiðstöð Gesthúsa í bænum, þaðan sem fjórum kössum af bjór og fjörutíu áfengisflöskum var stolið. Í ljós kom að fyrst var brotist þar inn til að sækja vínföng í teiti, sem fólkið var í, og síðan var sótt meira eftir því sem á nóttina leið. Hinir handteknu viðurkenndu aðild að málinu og var sleppt seint í gærkvöldi. Talað verður við fleiri í dag, en talið er að allt að fimmtán manns tengist málinu. Sáralítið var eftir af vínfögnunum þegar lögregla lét til skarar skríða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×