Innlent

Engin brenna við Eyjafjörð

Öll leyfi fyrir brennum á Eyjafjarðarsvæðinu í kvöld hafa verið afturkölluð vegna veðurs að sögn lögreglunnar á Akureyri. Brennan og flugeldasýningin sem vera áttu við Réttarhvamm í kvöld verða haldnar á morgun klukkan 20.30. Aðrir brennuhaldarar hafa ekki ákveðið hvort og hvenær kveikt verður í bálköstunum fyrst það er ekki leyfilegt í kvöld.   Eins og kemur fram annars staðar á Vísi verða engar brennur í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði eða Seyðisfirði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×