Innlent

Dæmdur fyrir samræði við tólf ára

Ágúst Fannar Ágústsson hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir samræði við tólf ára telpu sem var gestkomandi á heimili Ágústs á Akureyri í desember 2002. Hann var þá tvítugur að aldri. Ágúst hefur áður verið dæmdur fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni sem neitaði að fara fyrir hann út í sjoppu. Fjallað er mál Ágústs í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×