Innlent

Ólátabelgir dregnir til ábyrgðar

Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að leita leiða til að draga þá menn til ábyrgðar sem stóðu fyrir ólátum sem urðu í bænum á jóladag. Sem kunnugt er var kveikt í áramótabrennu bæjarins í miklum skrílslátum sem brutust þar út. Bæjarráðið harmar þá atburði sem urðu í bænum og segir í samþykkt ráðsins að bærinn muni í samráði við hlutaaðeigandi leita allra leiða til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi endurtaki sig og draga þá menn til ábyrgðar sem að þessu stóðu. Bæjarráðið skorar á alla Grindvíkinga að standa saman og tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Búið er að hlaða nýjan bálköst sem kveikja á í annað kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×