Innlent

Hækka um tugþúsundir

Höfuðborgarbúar þurfa að greiða tugþúsunda hærri fasteignagjöld eftir áramót. Fasteignamat hækkar allstaðar á landinu um áramótin. Ef við lítum bara á höfuborgarsvæðið þar sem flestir búa hækkar matið á íbúð í fjölbýli um 13% og á sérbýli um 20%. Út frá fasteignamatinu eru reiknuð fasteignagjöldin sem eigendurnir greiða. Ef fasteignamat fyrir fjögurra herbergja íbúð í fjölbýli á Reykjavík er fimmtán milljónir nú, hækkar það í tæpar sautján milljónir um áramót. Það þýðir að fasteignagjöldin fara úr tæplega 87 þúsund krónum í 102 þúsund, sem er tæplega 16 þúsund króna hækkun. Fasteignamat fyrir 200 fermetra einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu sem er tuttugu milljónir nú hækkar í 24 milljónir um áramót. Það þýðir að fasteignagjöldin fara úr tæplega 118 þúsund krónum í 144 þúsund, sem er hækkun upp á tæplega 27 þúsund krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×