Innlent

Vesturlandsvegi lokað vegna slyss

Vesturlandsvegi ofan við Borgarnes var um tíma lokað í gærkvöldi vegna þess að þrír bílar lentu þar í árekstri í afleitu veðri og grafa fór út af veginum þar skammt frá. Engan sakaði alvarlega í árekstrinum sem varð með þeim hætti að ökumaður bíls nam staðar þegar hann sá ekki lengur neitt út. Næsta bíl var þá ekið aftan á bíl hans og síðan ók þriðji bíllinn aftan á bíl númer tvö. Um tíma varð alveg þreifandi blint á Holtavörðuheiði en engin óhöpp urðu þar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×