Fleiri fréttir Flugleiðir senda vél til Taílands Tala látinna vegna hamfaranna í Asíu er komin upp í 55 þúsund og er enn óttast að hún kunni að hækka. Ekkert hefur enn heyrst af þrettán Íslendingum sem vitað er að voru á þessum slóðum. Klukkan 18 í kvöld fer flugvél frá Flugleiðum fyrir sænsk stjórnvöld til Taílands að sækja sænska ferðamenn þar. 28.12.2004 00:01 Sniglarnir styrkja veikan dreng Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, ætla að afhenda Torfa Lárusi Karlssyni, sjö ára dreng sem liggur á Barnaspítala Hringsins, peningagjöf nú klukkan fimm. Torfi Lárus er með sogæða- og bláæðasjúkdóm og er á leið til Bandaríkjanna til læknismeðferðar. 28.12.2004 00:01 Fundað um Kínverjana Samstarfsnefnd um atvinnuréttindi útlendinga fundar í næstu viku um þá ósk Impregilo að ráða 150 Kínverja til starfa. 28.12.2004 00:01 Hækkanir að þremur prósentum Launamenn fá eins og hálfs til þriggja prósenta launahækkun um næstu áramót eftir því hvað kjarasamningarnir ná langt inn á næsta ár. 28.12.2004 00:01 Fjögurra mánaða töf hjá Impregilo Fjögurra mánaða töf hefur orðið á vinnu Impregilo við að steypa távegg undir aðalstífluna á Kárahnjúkum. Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi segir að fyrirtækið eigi aftur að vera komið á rétt ról í júní. </font /></b /> 28.12.2004 00:01 Flugeldasalan hafin Flugeldasalan hófst á þriðjudaginn og eru sölustaðir flugelda tæplega fimmtíu talsins í ár. Sölustöðum hefur fjölgað lítillega síðan í fyrra þegar þeir voru rúmlega fjörutíu talsins. Flestir sölustaðanna eru á vegum björgunarsveita og íþróttafélaga þrátt fyrir að nokkur einkafyrirtæki blandi sér í samkeppnina. 28.12.2004 00:01 Töskunni skilað Tösku sem stolið var í verslun Bónuss við Helluhraun skömmu fyrir jól og innihélt ómetanleg læknisgögn vegna langveiks barns var skilað til lögreglu í fyrrakvöld. 28.12.2004 00:01 Mikið af falsaðri merkjavöru Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. 28.12.2004 00:01 Best að útiloka dýrin frá hávaða "Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofsahræðslu gæludýra á áramótunum er að útiloka þau frá áreiti af völdum flugelda," segir Helga Finnsdóttir dýralæknir. 28.12.2004 00:01 Flóð stutt frá ABC heimili Um 2.500 manns létust af völdum flóðbylgjunnar um 1.600 metrum frá Heimili litlu ljósanna sem ABC hjálparstarf rekur. Heimilið er 50 kílómetrum utan Channai, sem áður hét Madras, á Indlandi. 28.12.2004 00:01 54 Kínverjar á Kárahnjúka Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Impregilo atvinnuleyfi fyrir 54 kínverska verkamenn til starfa við Kárahnjúka. Alþýðusamband Íslands telur lög brotin og segir að tekin hafi verið ákvörðun sem eigi sér engin fordæmi á íslenskum vinnumarkaði. ASÍ hefur óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra um málið. 28.12.2004 00:01 Íslendinga leitað á sjúkrahúsum Íslendinga á ferð um Taíland hefur verið leitað á sjúkrahúsum í Phuket í Taílandi. Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft upp á tólf manns sem ættingjar sakna. Nöfnum og kennitölum þeirra hefur verið komið til taílenskra stjórnvalda og danskra, segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. 28.12.2004 00:01 Vara við ferðum til Asíu Utanríkisráðuneytið varar við ferðalögum til suðvesturhluta Taílands, Norður-Súmötru í Indónesíu, suðausturstrandar Indlands, Srí Lanka og Maldíveyja. 28.12.2004 00:01 Bíða þess að komast til Bangkok Hópur átta Íslendinga á Patong-strönd á Phuket eyju í Taílandi heldur enn til á hóteli sínu. Þar sat fólkið að snæðingi morgunverðs þegar flóðbylgjan skall á ströndinni. 28.12.2004 00:01 Tólf Íslendinga enn saknað Tólf Íslendingar, þar af þrjú börn, á ferðalagi í Taílandi og á Bali hafa ekki gert vart við sig eftir hamfarirnar í Asíu. Tuttugu og þrír nýstúdentar frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja eru á leið til Taílands á föstudag. Ekki er ljóst hvort ferðin fæst endurgreidd hætti stúdentarnir við segir talsmaður ferðaskrifstofunnar. 28.12.2004 00:01 Sjálfstæði Gæslunnar varðveitt Georg Lárusson, nýráðinn forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að varðveita sjálfstæði hennar og telur ekki koma til greina að fella hana undir embætti Ríkislögreglustjóra eins og raunin varð með Almannavarnir. 28.12.2004 00:01 Stærsta innisundlaug landsins Stærsta innisundlaug landsins verður opnuð í Laugardal í næstu viku. Hún stórbætir aðstöðu til sundkeppni, æfinga og kennslu. 28.12.2004 00:01 Vaxandi klámvæðing dægurmenningar Besti vinurinn hjálpar ungum karlmönnum að færa vinkonur þeirra úr fötunum í nýrri bjórauglýsingu sem birtist í íslenskum dagblöðum. Talskona Femínistafélagsins, Katrín Anna Guðmundsdóttir, segir þetta hluta af stöðugt vaxandi klámvæðingu íslenskrar dægurmenningar. 28.12.2004 00:01 Margar leiðir til að finna fólk Smári Sigurðsson, hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir beiðni ekki hafa borist frá utanríkisráðuneytinu um aðstoð við að reyna að hafa uppi á þeim Íslendingum sem hugsanlega gætu verið á hættusvæðum í Asíu. Ekki er vitað hvar tólf Íslendingar eru niðurkomnir í Asíu. Fjórir eru taldir hafa getað verið á hættusvæðunum. 28.12.2004 00:01 Sækja sænska ríkisborgara Flugvél frá Loftleiðum, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, fór frá Keflavíkurflugvelli í gær til að sækja sænska ríkisborgara til eyjarinnar Phuket í Taílandi að beiðni sænskra stjórnvalda. 28.12.2004 00:01 Biðu í hríðarbyl en fengu ekki mat Á annan tug manna beið fyrir utan Fjölskylduhjálpina í Eskihlíð í gær í von um að fá úthlutað matvælum fyrir gamlárskvöld. Að sögn eins viðmælenda blaðsins kom ekki í ljós fyrr en klukkan þrjú að það væri lokað. Hann sagði að þá hefðu flestir verið búnir að bíða í klukkutíma í hríðarbyl. 28.12.2004 00:01 Tveir fluttir á slysadeild Talsverð ölvun var víða um land í nótt sem er harla óvenjulegt á aðfararnótt mánudags en margir skemmtistaðir voru með opið fram eftir nóttu eins og gjarnan á annan í jólum. Tveir menn voru slegnir niður í miðborg Reykjavíkur með skömmu millibili á sjötta tímanum og þurfti að flytja þá báða á slysadeild til aðhlynningar. 27.12.2004 00:01 Ekki flogið vegna óveðurs Flugvél Flugleiða, sem átti að fara frá Boston áleiðis til Keflavíkur í gærkvöldi, komst ekki í loftið vegna óveðurs og ísingar í Boston. Flugið var fellt niður og kemur vélin ekki til landsins fyrr en í fyrramálið. 27.12.2004 00:01 Fá fiskiskip á miðunum Aðeins fjörutíu fiskiskip voru komin á sjó í morgun en jólaleyfi sjómanna lauk yfirleitt á miðnætti. Dagróðrabátar á Suðvesturlandi eru enn í landi þar sem spáin er slæm á miðunum þannig að fisksalar á höfuðborgarsvæðinu verða að leita út um land eftir nýjum fiski í dag en margir sækjast í fisk eftir þungar kjötmáltíðir jólanna. 27.12.2004 00:01 Fischer kemur varla fyrir áramót Það virðist útséð með að Bobby Fischer komist hingað til lands fyrir áramót því lögmaður hans hefur ekki fengið nein viðbrögð frá utanríkisráðuneytinu þar við erindi sínu fyrir jól. Þá hefur ráðuneytið ekkert samband haft við sendiráð Íslands í Tókýó að sögn Benedikts Höskuldssonar sendifulltrúa. 27.12.2004 00:01 Óljóst um afdrif 39 Íslendinga Enn er óljóst um afdrif 39 Íslendinga sem taldir eru vera á hamfarasvæðunum en engar vísbendingar eru um að þeir hafi slasast eða farist. Að sögn Péturs Ásgeirssonar í utanríkisráðuneytinu eru langflestir þeirra sem ekki hefur náðst samband við á Taílandi. 27.12.2004 00:01 Tvö fíkniefnamál í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú tvö fíkniefnamál sem komu upp í fyrrinótt og á jóladag. Í öðru tilvikinu voru viðkomandi með hass í fórum sínum en í hinu fundust tuttugu grömm af hvítu efni sem talið er vera annað hvort amfetamín eða kókaín. Þrír menn voru handteknir í tengslum við það mál. 27.12.2004 00:01 Snjóruðningur hafinn fyrir norðan Snjóruðningur hófst fyrir alvöru í þéttbýlisstöðum á Norður- og Norðausturlandi í morgun eftir jólaáhlaupið. Húsagötur hafa víða verið alveg ófærar síðan á aðfangadag og er mikið verk framundan hjá bæjarstarfsmönnum í þessum landshlutum. Allir helstu þjóðvegir eru þó orðnir færir eftir mokstur í morgun en fljúgandi hálka er víða á landinu. 27.12.2004 00:01 21 þúsund börn fá flugeldagleraugu Flugeldasalan fyrir áramótin er að hefjast en líklega má búast við mikilli sölu. 21 þúsund börnum verða gefin flugeldagleraugu fyrir áramótin. 27.12.2004 00:01 Nægur snjór í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag. Þar er nægur snjór og undirlag gott þannig að það lítur vel út með skíðaiðkun íbúa höfuðborgarsvæðisins í vetur. 27.12.2004 00:01 3 sóttu um starf skrifstofustjóra Þrír sóttu um starf skrifstofustjóra Alþingis en það var auglýst laust til umsóknar 8. desember sl. og rann umsóknarfrestur um embættið út 22. desember. Þeir sem sóttu um voru Einar Farestveit, lögfræðingur á skrifstofu Alþingis, Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. 27.12.2004 00:01 Samúðarkveðjur sendar til 9 landa Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í dag samúðarkveðjur til stjórnvalda þeirra ríkja sem verst urðu úti vegna jarðskjálftanna í fyrrinótt. Samúðarkveðjur voru sendar til Indlands, Sri Lanka, Indónesíu, Taílands, Maldíveyja, Malasíu, Bangladesh, Myanmar og Sómalíu. 27.12.2004 00:01 Landsbjörg var í viðbragðsstöðu Hugsanlegt var að alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar yrði beðin um að fara á hamfarasvæðið í Suðaustur-Asíu en fljótlega kom í ljós að ekki var þörf fyrir tæknilega rústabjörgunarsveit eins og Landsbjörg hefur á að skipa. Einn Íslendingur til viðbótar á hamfarasvæðunum hefur látið vita af sér en engar fregnir hafa enn borist af 38 Íslendingum. 27.12.2004 00:01 Blikkljós þyrluáhafna reynast vel Rauðu blikkljósin, sem starfsmenn þyrluáhafna Landhelgisgæslunnar fengu í bíla sína í haust til að auðvelda þeim að komast áfram í umferðinni þegar þeir eru á leið í bráðaútkall, hafa gefið mjög góða raun að sögn Friðriks Höskuldssonar, stýrimanns í þyrluáhöfn gæslunnar. 27.12.2004 00:01 Yfirmanni í lögreglunni vikið frá Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóranum hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um brot í starfi. Maðurinn er grunaður um að hafa árið 2001 skráð bíl í eigu embættisins á nafn sambýliskonu sinnar og að hafa á þessu ári notað bíl embættisins í eigin þágu. Rökstuddur grunur um meint brot mannsins vaknaði við innra eftirlit embættisins. 27.12.2004 00:01 Kosið í nefndir hjá borginni Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þann 21. desember sl. var kosið í nýjar nefndir Reykjavíkurborgar sem taka munu til starfa um áramót. Þessi nýja nefndarskipan er hluti af þeim stjórnkerfisbreytingum sem nú er unnið að hjá borginni Formenn nýju nefndanna eru eftirtaldir ... 27.12.2004 00:01 Þurfti að þrábiðja um hjartaaðgerð Það var aðeins fyrir þrábeiðni ættingja sem karlmaður á áttræðisaldri var sendur í bráðaðgerð á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi vegna hjartveiki. Maðurinn var skráður á forgangslista fyrir hjartaþræðingu af hjartalækni eftir skoðun þann 13. desember. Sjúklingar á þeim lista eiga ekki að þurfa að bíða lengur en tvær til þrjár vikur eftir aðgerð. 27.12.2004 00:01 Fá afnotarétt af gögnum Loftmynda RARIK og Loftmyndir hafa gert samkomulag um afnotarétt RARIK á landfræðilegum gögnum Loftmynda á öllu þjónustusvæði RARIK í þéttbýli og dreifbýli. Loftmyndir hafa sett 95% landsins í gagnagrunn en með þessu samkomulagi ætlar RARIK að auka rekstraröryggi og bæta þjónustu, að því er segir í tilkynningu frá RARIK og Loftmyndum. 27.12.2004 00:01 Rauði krossinn með fund í kvöld Rauði kross Íslands verður með fund klukkan 20.30 í kvöld fyrir þá sem hafa áhyggjur af erlendum ríkisborgurum á flóðasvæðunum í Asíu Á fundinum verður sagt frá náttúruhamförunum í Asíu og fólki sem ekki hefur tekist að hafa upp á ástvinum sínum verður gefinn kostur á að skrá nöfn þeirra hjá leitarþjónustu Rauða krossins. 27.12.2004 00:01 Sameining könnuð Könnun hefur verið gerð á hagkvæmni sameiningar Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna. Talið er að fjárhagslegur ávinningur af nýju fyrirkomulagi gæti numið meira en þrjátíu milljónum króna. 27.12.2004 00:01 Fá félög greiða bróðurpart gjalda Tiltölulega fá félög greiða bróðurpart opinberra gjalda félaga til Ríkisskattstjóra fyrir árið 2004. Af rúmlega þrjátíu þúsund félögum á skrá voru gjöld lögð á rétt rúmlega tuttugu þúsund þeirra. 27.12.2004 00:01 Heilu þorpin með íbúum horfin "Heilu þorpin á austurströnd Sri Lanka eru horfin. Fólkið líka," segir Helen Ólafsdóttir sem stödd er í höfuðborginni Colombo. Hún hóf störf á Sri Lanka hjá norrænu friðargæslunni á vegum utanríkisráðuneytisins 12. desember. 27.12.2004 00:01 Skiptinemi óhultur í Indónesíu Einn Íslendingur, Guðmundur Jakobsson, er á vegum skiptinemasamtakanna AFS í Indónesíu. Er hann eini nemi samtakanna í sunnanverðri Asíu. 27.12.2004 00:01 Áhyggjur af ættingjum í Asíu Sjö taílenskar fjölskyldur hafa leitað til Rauða krossins eftir aðstoð við að finna ættingja á hamfarasvæðum flóðbylgjunnar á ströndum Taílands. 27.12.2004 00:01 5 milljónir til neyðaraðstoðar Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita þegar í stað fimm milljónum króna til mannúðar og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í náttúruhamförunum í Suðaustur-Asíu. Fjárveitingunni er veitt til Rauða kross Íslands sem mun sjá um að stuðningurinn komist til réttra aðila. 27.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Flugleiðir senda vél til Taílands Tala látinna vegna hamfaranna í Asíu er komin upp í 55 þúsund og er enn óttast að hún kunni að hækka. Ekkert hefur enn heyrst af þrettán Íslendingum sem vitað er að voru á þessum slóðum. Klukkan 18 í kvöld fer flugvél frá Flugleiðum fyrir sænsk stjórnvöld til Taílands að sækja sænska ferðamenn þar. 28.12.2004 00:01
Sniglarnir styrkja veikan dreng Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, ætla að afhenda Torfa Lárusi Karlssyni, sjö ára dreng sem liggur á Barnaspítala Hringsins, peningagjöf nú klukkan fimm. Torfi Lárus er með sogæða- og bláæðasjúkdóm og er á leið til Bandaríkjanna til læknismeðferðar. 28.12.2004 00:01
Fundað um Kínverjana Samstarfsnefnd um atvinnuréttindi útlendinga fundar í næstu viku um þá ósk Impregilo að ráða 150 Kínverja til starfa. 28.12.2004 00:01
Hækkanir að þremur prósentum Launamenn fá eins og hálfs til þriggja prósenta launahækkun um næstu áramót eftir því hvað kjarasamningarnir ná langt inn á næsta ár. 28.12.2004 00:01
Fjögurra mánaða töf hjá Impregilo Fjögurra mánaða töf hefur orðið á vinnu Impregilo við að steypa távegg undir aðalstífluna á Kárahnjúkum. Sigurður Arnalds upplýsingafulltrúi segir að fyrirtækið eigi aftur að vera komið á rétt ról í júní. </font /></b /> 28.12.2004 00:01
Flugeldasalan hafin Flugeldasalan hófst á þriðjudaginn og eru sölustaðir flugelda tæplega fimmtíu talsins í ár. Sölustöðum hefur fjölgað lítillega síðan í fyrra þegar þeir voru rúmlega fjörutíu talsins. Flestir sölustaðanna eru á vegum björgunarsveita og íþróttafélaga þrátt fyrir að nokkur einkafyrirtæki blandi sér í samkeppnina. 28.12.2004 00:01
Töskunni skilað Tösku sem stolið var í verslun Bónuss við Helluhraun skömmu fyrir jól og innihélt ómetanleg læknisgögn vegna langveiks barns var skilað til lögreglu í fyrrakvöld. 28.12.2004 00:01
Mikið af falsaðri merkjavöru Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að hundruð kílóa af falsaðri merkjavöru voru haldlögð á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Brot á lögum um vörumerki geta varðað fangelsi allt að þrjá mánuði. Fölsun merkjavarnings er mjög víðtækur og skipulagður iðnaður í heiminum. 28.12.2004 00:01
Best að útiloka dýrin frá hávaða "Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir ofsahræðslu gæludýra á áramótunum er að útiloka þau frá áreiti af völdum flugelda," segir Helga Finnsdóttir dýralæknir. 28.12.2004 00:01
Flóð stutt frá ABC heimili Um 2.500 manns létust af völdum flóðbylgjunnar um 1.600 metrum frá Heimili litlu ljósanna sem ABC hjálparstarf rekur. Heimilið er 50 kílómetrum utan Channai, sem áður hét Madras, á Indlandi. 28.12.2004 00:01
54 Kínverjar á Kárahnjúka Stjórnvöld hafa ákveðið að veita Impregilo atvinnuleyfi fyrir 54 kínverska verkamenn til starfa við Kárahnjúka. Alþýðusamband Íslands telur lög brotin og segir að tekin hafi verið ákvörðun sem eigi sér engin fordæmi á íslenskum vinnumarkaði. ASÍ hefur óskað eftir fundi með félagsmálaráðherra um málið. 28.12.2004 00:01
Íslendinga leitað á sjúkrahúsum Íslendinga á ferð um Taíland hefur verið leitað á sjúkrahúsum í Phuket í Taílandi. Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft upp á tólf manns sem ættingjar sakna. Nöfnum og kennitölum þeirra hefur verið komið til taílenskra stjórnvalda og danskra, segir Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins. 28.12.2004 00:01
Vara við ferðum til Asíu Utanríkisráðuneytið varar við ferðalögum til suðvesturhluta Taílands, Norður-Súmötru í Indónesíu, suðausturstrandar Indlands, Srí Lanka og Maldíveyja. 28.12.2004 00:01
Bíða þess að komast til Bangkok Hópur átta Íslendinga á Patong-strönd á Phuket eyju í Taílandi heldur enn til á hóteli sínu. Þar sat fólkið að snæðingi morgunverðs þegar flóðbylgjan skall á ströndinni. 28.12.2004 00:01
Tólf Íslendinga enn saknað Tólf Íslendingar, þar af þrjú börn, á ferðalagi í Taílandi og á Bali hafa ekki gert vart við sig eftir hamfarirnar í Asíu. Tuttugu og þrír nýstúdentar frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja eru á leið til Taílands á föstudag. Ekki er ljóst hvort ferðin fæst endurgreidd hætti stúdentarnir við segir talsmaður ferðaskrifstofunnar. 28.12.2004 00:01
Sjálfstæði Gæslunnar varðveitt Georg Lárusson, nýráðinn forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir mikilvægt að varðveita sjálfstæði hennar og telur ekki koma til greina að fella hana undir embætti Ríkislögreglustjóra eins og raunin varð með Almannavarnir. 28.12.2004 00:01
Stærsta innisundlaug landsins Stærsta innisundlaug landsins verður opnuð í Laugardal í næstu viku. Hún stórbætir aðstöðu til sundkeppni, æfinga og kennslu. 28.12.2004 00:01
Vaxandi klámvæðing dægurmenningar Besti vinurinn hjálpar ungum karlmönnum að færa vinkonur þeirra úr fötunum í nýrri bjórauglýsingu sem birtist í íslenskum dagblöðum. Talskona Femínistafélagsins, Katrín Anna Guðmundsdóttir, segir þetta hluta af stöðugt vaxandi klámvæðingu íslenskrar dægurmenningar. 28.12.2004 00:01
Margar leiðir til að finna fólk Smári Sigurðsson, hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra, segir beiðni ekki hafa borist frá utanríkisráðuneytinu um aðstoð við að reyna að hafa uppi á þeim Íslendingum sem hugsanlega gætu verið á hættusvæðum í Asíu. Ekki er vitað hvar tólf Íslendingar eru niðurkomnir í Asíu. Fjórir eru taldir hafa getað verið á hættusvæðunum. 28.12.2004 00:01
Sækja sænska ríkisborgara Flugvél frá Loftleiðum, leiguflugsfyrirtæki Flugleiða, fór frá Keflavíkurflugvelli í gær til að sækja sænska ríkisborgara til eyjarinnar Phuket í Taílandi að beiðni sænskra stjórnvalda. 28.12.2004 00:01
Biðu í hríðarbyl en fengu ekki mat Á annan tug manna beið fyrir utan Fjölskylduhjálpina í Eskihlíð í gær í von um að fá úthlutað matvælum fyrir gamlárskvöld. Að sögn eins viðmælenda blaðsins kom ekki í ljós fyrr en klukkan þrjú að það væri lokað. Hann sagði að þá hefðu flestir verið búnir að bíða í klukkutíma í hríðarbyl. 28.12.2004 00:01
Tveir fluttir á slysadeild Talsverð ölvun var víða um land í nótt sem er harla óvenjulegt á aðfararnótt mánudags en margir skemmtistaðir voru með opið fram eftir nóttu eins og gjarnan á annan í jólum. Tveir menn voru slegnir niður í miðborg Reykjavíkur með skömmu millibili á sjötta tímanum og þurfti að flytja þá báða á slysadeild til aðhlynningar. 27.12.2004 00:01
Ekki flogið vegna óveðurs Flugvél Flugleiða, sem átti að fara frá Boston áleiðis til Keflavíkur í gærkvöldi, komst ekki í loftið vegna óveðurs og ísingar í Boston. Flugið var fellt niður og kemur vélin ekki til landsins fyrr en í fyrramálið. 27.12.2004 00:01
Fá fiskiskip á miðunum Aðeins fjörutíu fiskiskip voru komin á sjó í morgun en jólaleyfi sjómanna lauk yfirleitt á miðnætti. Dagróðrabátar á Suðvesturlandi eru enn í landi þar sem spáin er slæm á miðunum þannig að fisksalar á höfuðborgarsvæðinu verða að leita út um land eftir nýjum fiski í dag en margir sækjast í fisk eftir þungar kjötmáltíðir jólanna. 27.12.2004 00:01
Fischer kemur varla fyrir áramót Það virðist útséð með að Bobby Fischer komist hingað til lands fyrir áramót því lögmaður hans hefur ekki fengið nein viðbrögð frá utanríkisráðuneytinu þar við erindi sínu fyrir jól. Þá hefur ráðuneytið ekkert samband haft við sendiráð Íslands í Tókýó að sögn Benedikts Höskuldssonar sendifulltrúa. 27.12.2004 00:01
Óljóst um afdrif 39 Íslendinga Enn er óljóst um afdrif 39 Íslendinga sem taldir eru vera á hamfarasvæðunum en engar vísbendingar eru um að þeir hafi slasast eða farist. Að sögn Péturs Ásgeirssonar í utanríkisráðuneytinu eru langflestir þeirra sem ekki hefur náðst samband við á Taílandi. 27.12.2004 00:01
Tvö fíkniefnamál í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði rannsakar nú tvö fíkniefnamál sem komu upp í fyrrinótt og á jóladag. Í öðru tilvikinu voru viðkomandi með hass í fórum sínum en í hinu fundust tuttugu grömm af hvítu efni sem talið er vera annað hvort amfetamín eða kókaín. Þrír menn voru handteknir í tengslum við það mál. 27.12.2004 00:01
Snjóruðningur hafinn fyrir norðan Snjóruðningur hófst fyrir alvöru í þéttbýlisstöðum á Norður- og Norðausturlandi í morgun eftir jólaáhlaupið. Húsagötur hafa víða verið alveg ófærar síðan á aðfangadag og er mikið verk framundan hjá bæjarstarfsmönnum í þessum landshlutum. Allir helstu þjóðvegir eru þó orðnir færir eftir mokstur í morgun en fljúgandi hálka er víða á landinu. 27.12.2004 00:01
21 þúsund börn fá flugeldagleraugu Flugeldasalan fyrir áramótin er að hefjast en líklega má búast við mikilli sölu. 21 þúsund börnum verða gefin flugeldagleraugu fyrir áramótin. 27.12.2004 00:01
Nægur snjór í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag. Þar er nægur snjór og undirlag gott þannig að það lítur vel út með skíðaiðkun íbúa höfuðborgarsvæðisins í vetur. 27.12.2004 00:01
3 sóttu um starf skrifstofustjóra Þrír sóttu um starf skrifstofustjóra Alþingis en það var auglýst laust til umsóknar 8. desember sl. og rann umsóknarfrestur um embættið út 22. desember. Þeir sem sóttu um voru Einar Farestveit, lögfræðingur á skrifstofu Alþingis, Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis og Þórhildur Líndal, umboðsmaður barna. 27.12.2004 00:01
Samúðarkveðjur sendar til 9 landa Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sendi í dag samúðarkveðjur til stjórnvalda þeirra ríkja sem verst urðu úti vegna jarðskjálftanna í fyrrinótt. Samúðarkveðjur voru sendar til Indlands, Sri Lanka, Indónesíu, Taílands, Maldíveyja, Malasíu, Bangladesh, Myanmar og Sómalíu. 27.12.2004 00:01
Landsbjörg var í viðbragðsstöðu Hugsanlegt var að alþjóðabjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar yrði beðin um að fara á hamfarasvæðið í Suðaustur-Asíu en fljótlega kom í ljós að ekki var þörf fyrir tæknilega rústabjörgunarsveit eins og Landsbjörg hefur á að skipa. Einn Íslendingur til viðbótar á hamfarasvæðunum hefur látið vita af sér en engar fregnir hafa enn borist af 38 Íslendingum. 27.12.2004 00:01
Blikkljós þyrluáhafna reynast vel Rauðu blikkljósin, sem starfsmenn þyrluáhafna Landhelgisgæslunnar fengu í bíla sína í haust til að auðvelda þeim að komast áfram í umferðinni þegar þeir eru á leið í bráðaútkall, hafa gefið mjög góða raun að sögn Friðriks Höskuldssonar, stýrimanns í þyrluáhöfn gæslunnar. 27.12.2004 00:01
Yfirmanni í lögreglunni vikið frá Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóranum hefur verið leystur frá störfum vegna gruns um brot í starfi. Maðurinn er grunaður um að hafa árið 2001 skráð bíl í eigu embættisins á nafn sambýliskonu sinnar og að hafa á þessu ári notað bíl embættisins í eigin þágu. Rökstuddur grunur um meint brot mannsins vaknaði við innra eftirlit embættisins. 27.12.2004 00:01
Kosið í nefndir hjá borginni Á fundi Borgarstjórnar Reykjavíkur þann 21. desember sl. var kosið í nýjar nefndir Reykjavíkurborgar sem taka munu til starfa um áramót. Þessi nýja nefndarskipan er hluti af þeim stjórnkerfisbreytingum sem nú er unnið að hjá borginni Formenn nýju nefndanna eru eftirtaldir ... 27.12.2004 00:01
Þurfti að þrábiðja um hjartaaðgerð Það var aðeins fyrir þrábeiðni ættingja sem karlmaður á áttræðisaldri var sendur í bráðaðgerð á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi vegna hjartveiki. Maðurinn var skráður á forgangslista fyrir hjartaþræðingu af hjartalækni eftir skoðun þann 13. desember. Sjúklingar á þeim lista eiga ekki að þurfa að bíða lengur en tvær til þrjár vikur eftir aðgerð. 27.12.2004 00:01
Fá afnotarétt af gögnum Loftmynda RARIK og Loftmyndir hafa gert samkomulag um afnotarétt RARIK á landfræðilegum gögnum Loftmynda á öllu þjónustusvæði RARIK í þéttbýli og dreifbýli. Loftmyndir hafa sett 95% landsins í gagnagrunn en með þessu samkomulagi ætlar RARIK að auka rekstraröryggi og bæta þjónustu, að því er segir í tilkynningu frá RARIK og Loftmyndum. 27.12.2004 00:01
Rauði krossinn með fund í kvöld Rauði kross Íslands verður með fund klukkan 20.30 í kvöld fyrir þá sem hafa áhyggjur af erlendum ríkisborgurum á flóðasvæðunum í Asíu Á fundinum verður sagt frá náttúruhamförunum í Asíu og fólki sem ekki hefur tekist að hafa upp á ástvinum sínum verður gefinn kostur á að skrá nöfn þeirra hjá leitarþjónustu Rauða krossins. 27.12.2004 00:01
Sameining könnuð Könnun hefur verið gerð á hagkvæmni sameiningar Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna. Talið er að fjárhagslegur ávinningur af nýju fyrirkomulagi gæti numið meira en þrjátíu milljónum króna. 27.12.2004 00:01
Fá félög greiða bróðurpart gjalda Tiltölulega fá félög greiða bróðurpart opinberra gjalda félaga til Ríkisskattstjóra fyrir árið 2004. Af rúmlega þrjátíu þúsund félögum á skrá voru gjöld lögð á rétt rúmlega tuttugu þúsund þeirra. 27.12.2004 00:01
Heilu þorpin með íbúum horfin "Heilu þorpin á austurströnd Sri Lanka eru horfin. Fólkið líka," segir Helen Ólafsdóttir sem stödd er í höfuðborginni Colombo. Hún hóf störf á Sri Lanka hjá norrænu friðargæslunni á vegum utanríkisráðuneytisins 12. desember. 27.12.2004 00:01
Skiptinemi óhultur í Indónesíu Einn Íslendingur, Guðmundur Jakobsson, er á vegum skiptinemasamtakanna AFS í Indónesíu. Er hann eini nemi samtakanna í sunnanverðri Asíu. 27.12.2004 00:01
Áhyggjur af ættingjum í Asíu Sjö taílenskar fjölskyldur hafa leitað til Rauða krossins eftir aðstoð við að finna ættingja á hamfarasvæðum flóðbylgjunnar á ströndum Taílands. 27.12.2004 00:01
5 milljónir til neyðaraðstoðar Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að veita þegar í stað fimm milljónum króna til mannúðar og neyðaraðstoðar á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í náttúruhamförunum í Suðaustur-Asíu. Fjárveitingunni er veitt til Rauða kross Íslands sem mun sjá um að stuðningurinn komist til réttra aðila. 27.12.2004 00:01