Innlent

Vinur minn missti konu og bróður

Hann kemur frá strandahéruðum Indlands og á fjölskyldu og vini í héruðum Indlands þar sem flóðbylgjan fór yfir. "Sem betur fer búa foreldrar mínir og tengdaforeldrar inni í landinu þannig þau voru aldrei í hættu," segir Pramod, en hann á aðra ættingja sem ekki voru eins heppnir. "Fyrirtæki föðurbróður míns var algjörlega þurrkað út þegar vatnið flæddi inn. Enginn í fjölskyldunni minni þar slasaðist, en vinur minn missti konuna sína og bróður. Ég þekki líka til fólks sem enginn hefur frétt neitt af, það eru ættingjar konunnar minnar," segir Pramod sem er skiljanlega mjög miður sín yfir atburðunum. "Við erum í sambandi við fjölskyldur okkar í Indlandi á hverjum degi og fáum fréttir af þeim sem enn er saknað."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×