Innlent

Bensínverðið lækkað um tvær krónur

Stóru olíufélögin þrjú lækkuðu lítrann á bensíni um tvær krónur í gær og verð lækkaði einnig á sjálfsafgreiðslustöðvum dótturfélaga þeirra. Lítrinn kostar nú 105,60 krónur á stöðvum með fullri þjónustu og allt niður í 97,40 krónur hjá Orkunni. Þetta er gert í kjölfar lækkunar á heimsmarkaði sem meðal annars má rekja til mikilla olíubirgða í Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×