Innlent

Minna um kolmunna

Tæplega 420 þúsund tonn veiddust á kolmunna á þessu ári, sem er umþaðbil 80 þúsund tonna minni afli en í fyrra, en veiðunum er lokið í ár. Aflaverðmætið er hlutfallslega enn minna, eða um tveir og hálfur milljarður á móti 3,4 milljörðum í fyrra, þar sem afurðaverðið hefur farið lækkandi. Afkoma kolmunnaveiðanna í ár er því lélegri en í fyrra auk þess sem olíuverðshækkanir koma illa við kolmunnaskipin, sem eru búin mjög aflmiklum vélum, sem eyða mikilli olíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×