Innlent

Koma börnum til hjálpar

Barnaheill - Save the Children hafa komið á fót neyðaraðstoð í þeim löndum sem verst urðu úti í flóðbylgjunni við Indlandshaf á öðrum degi jóla. Mikill fjöldi barna hefur orðið viðskila við foreldra sína og fjölskyldur, sérstaklega á Indlandi, og hefur Save the Children meðal annars beitt sér fyrir því að skapa athvarf fyrir þessi börn og finna fjölskyldur þeirra að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Barnaheillum. Þeim sem vilja leggja Barnaheillum - Save the Children lið er bent á bankareikning samtakanna númer 1150-26-4521, kennitala 521089-1059.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×