Innlent

Biðlaunum mótmælt

Fulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs telja biðlaunarétt í samningi bæjarins við Hansínu Björgvinsdóttur bæjarstjóra í engu samræmi við starfstíma og aðrar venjur í þessum efnum. Hansína á að fá einn mánuð í biðlaun þegar hún lætur af starfinu eftir aðeins sex mánuði og Gunnar Birgisson tekur við. Í ljósi þess segja Samfylkingarfulltrúarnir að þar sem engin óvissa ríki um starfslok hennar, séu biðlaun óeðlileg og lögðu til á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, að þetta yrði fellt út úr ráðningarsamningnum. Hann var hinsvegar samþykktur með sjö atkvæðum gegn þremur og greiddi Hansína sjálf atkvæði með samningnum við sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×