Innlent

Ekkert varanlegt tjón

"Ástandið var nokkuð alvarlegt hjá okkur en rafmagnið fór af allri verksmiðjunni," segir Ingimundur Birnir, framkvæmdastjóri framleiðslu- og tæknisviðs hjá Íslenska járnblendifélaginu. "Við erum búnir að koma öllum í gang núna og það er ekkert teljanlegt tjón." Hjá Norðuráli varð ekkert varanlegt tjón heldur. "Það verður ekkert tjón þótt straumlaust verði í svona stuttan tíma, nema að framleiðslan dettur að sjálfsögðu niður," segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri starfsmanna- og umhverfissviðs Norðuráls. "Starfsmennirnir sem voru hér á vakt tóku á vandamálinu með þeim vinnubrögðum sem ákveðin eru í svona tilvikum og allt gekk mjög eðlilega fyrir sig," bætir Kristján við. Mönnum ber saman um að veðuraðstæður í nótt hafi verið mjög sérstakar, en langt er síðan rafmagnið fór síðast af verksmiðjunum tveimur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×