Innlent

Biskup hvetur til samhugs

Biskup Íslands hvetur presta til að minnast fórnarlamba hamfaranna í Asíu í guðsþjónustum um áramótin. Í bréfi biskups til presta sem birtist á vef Kirkjunnar segir að engin leið sé að gera sér í hugarlund þá ægikrafta sem voru að verki. "Ég vil biðja presta að minnast þessara atburða í guðsþjónustum um áramótin, hvetja til þess að gefa fjármuni til hjálparstarfs og biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að binda," segir í bréfi biskups.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×