Fleiri fréttir Bankamenn samþykkja kjarasamning Tveir þriðju hlutar bankamanna samþykktu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, en talningu atkvæða lauk í dag. Samningurinn nær til tæplega fjögur þúsund starfsmanna í fjármálafyrirtækjum og fyrirtækum í þeirra eigu. Samningurinn gefur tæplega 19% launahækkun á næstu fjórum árum. 20.12.2004 00:01 Ábyrgðin á KB-banka KB banki og LÍN undirrituðu í dag samning þess efnis að ábyrgð KB banka getur komið í stað sjálfskuldarábyrgðar einstaklings sem hefur verið skilyrði námslána hjá LÍN. Í stað þess að tilnefna ábyrgðarmann, t.d. foreldri eða skyldmenni, geta námsmenn nú samið um bankaábyrgð á námslán sín beint hjá KB banka. 20.12.2004 00:01 Látinn laus Maðurinn sem varð Ragnari Björnssyni að bana á veitingastað í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum, var látinn laus í dag. Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi. 20.12.2004 00:01 Dvalarleyfisboðið stendur Stjórnvöld ætla ekki að verða við beiðni Bandaríkjanna um að draga til baka landvistarleyfi til handa skákmeistaranum Bobby Fischer. Hann verður ekki heldur framseldur héðan. Lögfræðingur Fischers fundar með japönsku útlendingastofnuninni í dag. 20.12.2004 00:01 Ekki herlaust land? Er hið herlausa Ísland kannski alls ekkert herlaust þegar allt kemur til alls? Þessari spurningu er velt upp í erlendum stórblöðum í dag í ítarlegri umfjöllun um íslensku friðargæslusveitina. „Skaddaðar hugsjónir Íslands," segir í fyrirsögn í stórblaðinu International Herald Tribune í dag. 20.12.2004 00:01 Fjölgun í landvinnslu Brims Starfsfólki í landvinnslu Brims á Akureyri hefur síðan í haust fjölgað um nálægt fimmtán manns, að því er fram kemur á vef útgerðarinnar. 20.12.2004 00:01 Viðbúnaðurinn vegna brunalyktar Talsmaður British Airways segir vinnureglu að viðhafa ítrustu varúðarráðstafanir þegar eitthvað bregður út af í flugi hjá félaginu og því hafi nokkur viðbúnaður verið á Heathrow-flugvelli síðasta föstudagskvöld vegna vélar sem í voru íslenskir þingmenn og ráðherra. 20.12.2004 00:01 Innflutningur bannaður frá Asíu Embætti yfirdýralæknis hefur framlengt bann við innflutningi frá Asíu vegna fuglaflensu. Bannað er að flytja til landsins lifandi fugla, frjóegg og hráar afurðir alifugla frá Kína, Taílandi, Suður-Kóreu, Malasíu, Víetnam, Japan, Kambódíu, Indónesíu, Laos, Pakistan og Hong Kong. 20.12.2004 00:01 Aukin útgjöld vegna þunglyndis Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna þunglyndislyfja hafa aukist um 8 prósent milli ára, þegar horft er til notkunarinnar frá janúar til nóvember. 20.12.2004 00:01 IE vísar á bug ásökunum Iceland Express segir yfirvöld ferðamála sjálf hafa gerst sek um að bregðast ferðaiðnaðinum með því að tefla á tæpasta vað hvað varði lögmæti fjárveitinga og vísar á bug fullyrðingum ferðamálastjóra á vef Ferðamálaráðs. 20.12.2004 00:01 Dregur úr innlendri prentun Hlutfall bókaprentunar innanlands hefur dregist saman um 3,4 prósent milli ára að því er fram kemur í könnun Bókasambands Íslands á prentun íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir jólin. 20.12.2004 00:01 Þriggja og hálfs árs fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Sigurð Rúnar Gunnarsson í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Sigurður Rúnar var handtekinn þegar hann kom til landsins frá Amsterdam í maí. Í fórum hans fundust tæpt kíló af kókaíni og tæpt kíló af amfetamíni. 20.12.2004 00:01 Borgin hefur ekki fylgt máli eftir Í lok nóvember stóð mikill styr um sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og íbúar mótmæltu þegar steinsteypukerjum var stillt upp fyrir framan það. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, sagði þá að það kæmi til greina af sinni hálfu að farið yrði fram á að sendiráð 20.12.2004 00:01 Bókuð flugför færri en í fyrra Bókuð flugför hjá Flugfélagi Íslands eru aðeins færri í ár en í fyrra. Árni Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að salan sé oft misjöfn milli jóla og velti mikið á hvort það séu brandajól eða ekki og í ár sé jólafríið til að mynda stutt. 20.12.2004 00:01 Hvít jól um allt land Siggi stormur segir að samkvæmt spám megi búast við hvítum jólum um allt land og fallegum snjó á aðfangadagskvöld. Séra Vigfúsi Þór Árnasyni finnst alltaf hátíðlegt þegar jörð er hvít um jól en minnir á að það er alltaf gott veður þegar klukkan slær sex á aðfangadag. </font /></b /> 20.12.2004 00:01 Friðargæslan í heimspressunni Bandarísku stórblöðin New York Times og International Herald Tribune gerðu í gær að umtalsefni íslensku friðargæsluna og uppnámið sem hún hefur valdið hér á landi. Blaðamaður segir að myndir af íslenskum friðargæslumönnum gráum fyrir járnum hafa kallað fram naflaskoðun Íslendinga, sem sögð er friðelskandi þjóð. 20.12.2004 00:01 Stjórnvöld hvika hvergi Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. 20.12.2004 00:01 Landið minna en talið hefur verið Ísland er þrjú hundruð ferkílómetrum minna en fullyrt hefur verið, en strandlengjan er sextán hundruð kílómetrum lengri en talið var. Þar með eru kennslubækur, kort og ýmsar aðrar upplýsingar úreltar að sögn framkvæmdastjóra Loftmynda sem hafa mælt landið af mikilli nákvæmni. 20.12.2004 00:01 Hækkað á öllum vígstöðvum Þjónustugjöld hækka um áramótin í Reykjavík þrátt fyrir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hafi varið hækkun útsvars með því að það væri skárri leið en að hækka þjónustugjöld. Borgarstjóri segir borgarbúa borga hlutfallslega minna fyrir þjónustuna en á undanförnum árum. 20.12.2004 00:01 Verðið aldrei hærra Fasteignaverð hefur aldrei verið hærra, aldrei hafa jafn margar fasteignir skipt um eigendur og nýbyggingar spretta upp. Fátt virðist þó benda til þess að verðið lækki í bráð og sérfræðingar spá því að fasteignir geti hækkað enn frekar í verði. 20.12.2004 00:01 Sífellt grófari leikir Tölvuleikir verða sífellt grófari og brögð eru að því að foreldrar geri sér ekki grein fyrir þessu. Grófasti leikurinn á markaðnum gengur út á að fremja morð á eins hrottafenginn hátt og mögulegt er. 20.12.2004 00:01 Lítið var um áfallahjálp Þrjátíu ár eru í dag frá því að snjóflóðin féllu á Neskaupstað og tólf manns fórust. Einn þeirra sem missti ættingja í flóðunum segir áfallahjálp nauðsynlega, en lítið var um slíkt á þessum tíma. 20.12.2004 00:01 Fannst látin í höfninni Pólsk kona fannst látin í höfninni á Blönduósi í gærmorgun. Samlandar konunnar söknuðu hennar um morguninn og létu lögreglu vita. Lögreglan fann konuna síðan í höfninni rétt áður en skipulögð leit hófst. 20.12.2004 00:01 Laus úr haldi Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Lofti Jens Magnússyni, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað í varðhald til 27. janúar. Loftur Jens veitti Ragnari Björnssyni hnefahögg fyrr í mánuðinum á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að Ragnar lést. 20.12.2004 00:01 Flutti kókaín inn fyrir samfanga Sigurður Rúnar Gunnarsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. 20.12.2004 00:01 Falsaði kaupverð Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur til greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir skjalafals og tollalagabrot. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur tíu daga fangelsi hennar í stað. 20.12.2004 00:01 Hrinti konu út úr bíl á ferð Rúmlega tvítugur maður hefur í Héraðsdómi Vestfjarða verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir gegn ungri konu. Hann hristi hana, sló ítrekað í öxl hennar og hrinti henni að lokum út úr bíl á ferð í hringtorgi á Ísafirði. 20.12.2004 00:01 Ósáttir við að undankeppnina vanti Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. 20.12.2004 00:01 Útboðsgögnum fyrir höfnina dreift Fjórir hópar sem taka þátt í samkeppni um hönnun og rekstur ráðstefnumiðstöðva, tónlistarhúss og hótels á Austurhöfninni í Reykjavík fengu afhenta endanlega útboðslýsingu í gær. 20.12.2004 00:01 Vísað frá Færeyjum vegna fíkniefna Manni á íslensku flutningaskipi í eigu Eimskips var vísað frá Færeyjum þar sem á honum fundust fíkniefni. 20.12.2004 00:01 Eindreginn vilji stjórnvalda "Verulegur áhugi og eindreginn vilji er meðal stjórnvalda til að einfalda umsóknarferli fyrir virkjanaframkvæmdir," segir Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála. 20.12.2004 00:01 Víðtæk áhrif á Hornafirði Ráðgert er að segja upp starfsmönnum hjá Ratsjárstofnun á Stokksnesi við Hornafjörð. Þar starfa nú 12 til 13 manns en ekki liggur fyrir hvort öllum verður sagt upp. 20.12.2004 00:01 Hagsmunamál þjóðarinnar í heild Að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, eiga landsmenn allir að vera með í ráðum varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Segir hann aðalatriðið ekki vera staðsetningu flugvallarins heldur að samgöngur til og frá höfuðborginni verði jafn greiðar og þær eru í dag. 20.12.2004 00:01 Knattspyrnuhöll á Reyðarfirði Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð eiga í viðræðum við Alcoa og Bechtel um kostnaðarþátttöku í nýju fjölnota íþróttahúsi á Reyðarfirði. Lausleg kostnaðaráætlun hljóðar upp á hálfan milljarð króna og ganga viðræðurnar út á að Alcoa og Bechtel greiði tæpar 100 milljónir króna. 20.12.2004 00:01 Maður féll sex metra Maður hlaut höfuðáverka eftir að hann féll um sex metra í loðnubræðslunni á Eskifirði á fimmta tímanum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans. Líðan hans er sögð góð eftir atvikum og maðurinn með fullri meðvitund. 19.12.2004 00:01 Fernt á slysadeild Fernt fór á slysasdeild eftir harðan árekstur jeppa og fólksbifreiðar laust fyrir klukkan þrjú dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi í Svínahrauni þegar þeir rákust á. 19.12.2004 00:01 Austurbyggð vaknar Bjartsýni einkennir íbúa hins nýja sveitarfélags Austurbyggðar sem varð til með sameiningu Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar fyrir rúmu ári. Sveitarstjórinn segir byggðarlagið best varðveitta leyndarmál Austurlands. Væntanleg göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar munu bæta búsetuskilyrðin til muna. </font /></b /> 19.12.2004 00:01 Halló Kongó Íslendingar og Vestur-Kongóbúar hafa tekið upp stjórnmálasamband en stjórnvöld í landinu hafa áhuga á þróun fiskveiða. 19.12.2004 00:01 Elsti skatturinn aflagður Alþingi setti nýlega lög sem marka að mörgu leyti tímamót í skattasögu Íslendinga því að með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt var felldur niður eignarskattur einstaklinga og lögaðila. Síðasta álagning eignarskatts á sér því stað árið 2005 vegna eigna í árslok 2004. 19.12.2004 00:01 Bíll valt út í sjó Tveir menn sluppu ómeiddir eftir að bíll þeirra hafnaði hálfur úti í sjó eftir veltu á Skutulsfjarðarbraut hjá Tunguá á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Mennirnir, sem eru átján og tuttugu og eins árs gamlir, kölluðu eftir aðstoð lögreglu sem telur það mikla mildi að mennirnir hafi ekki slasast miðað við aðstæður. 19.12.2004 00:01 Erilsamt hjá lögreglunni Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, töluverð ölvun var í miðbænum og tuttugu útköll bárust vegna hávaða í heimahúsum. Tveir voru í geymslu hjá lögreglunni í morgun, einn vegna ölvunar og hinn vegna ölvunaraksturs. Tíu voru teknir fyrir ölvunarakstur en að öðru leyti var nóttin stóráfallalaus. 19.12.2004 00:01 Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðið á Siglufirði verður opnað klukkan eitt og verður opið fram eftir degi. Þar er fimm stiga frost og mjög gott veður, betra en í gær. Þá verður einnig opið á skíðasvæðinu á Tindastóli í Skagafirði, á Dalvík og Ísafirði en lokað er í Bláfjöllum. 19.12.2004 00:01 9% hækkun í kjölfar nýju lánanna Frá því bankarnir fóru að bjóða íbúðarlán hefur verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkað um tæp 9% sem er mesta hækkun á svo skömmum tíma sem orðið hefur. Þegar fasteignaverð hækkaði hvað mest í uppsveiflunni frá árinu 1999 til 2000 komst þriggja mánaða hækkun aldrei yfir rétt rúm 7%. 19.12.2004 00:01 Óttaðist ekki um líf sitt Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður, sem var um borð í flugvél British Airways þegar öryggi í flugstjórnarklefa brann yfir á föstudag, segist ekki hafa óttast um líf sitt, enda hafi hann ekki áttað sig á alvarleika aðstæðnanna fyrr en eftir á. Auk Sigurðar Kára var fjármálaráðherra og fjórir aðrir íslenskir þingmenn um borð í vélinni. 19.12.2004 00:01 Bílvelta á Suðurnesjum Bílvelta varð á Garðvegi við svokallaðan Ellustekk skömmu fyrir hádegi samkvæmt Víkurfréttum. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur en hann náðist á hlaupum við innkomuna í Garðinn. Hann var fluttur til Keflavíkur til sýnatöku og skoðunar. Bifreiðin er nokkuð skemmd. 19.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bankamenn samþykkja kjarasamning Tveir þriðju hlutar bankamanna samþykktu kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, en talningu atkvæða lauk í dag. Samningurinn nær til tæplega fjögur þúsund starfsmanna í fjármálafyrirtækjum og fyrirtækum í þeirra eigu. Samningurinn gefur tæplega 19% launahækkun á næstu fjórum árum. 20.12.2004 00:01
Ábyrgðin á KB-banka KB banki og LÍN undirrituðu í dag samning þess efnis að ábyrgð KB banka getur komið í stað sjálfskuldarábyrgðar einstaklings sem hefur verið skilyrði námslána hjá LÍN. Í stað þess að tilnefna ábyrgðarmann, t.d. foreldri eða skyldmenni, geta námsmenn nú samið um bankaábyrgð á námslán sín beint hjá KB banka. 20.12.2004 00:01
Látinn laus Maðurinn sem varð Ragnari Björnssyni að bana á veitingastað í Mosfellsbæ fyrr í mánuðinum, var látinn laus í dag. Hæstiréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms úr gildi. 20.12.2004 00:01
Dvalarleyfisboðið stendur Stjórnvöld ætla ekki að verða við beiðni Bandaríkjanna um að draga til baka landvistarleyfi til handa skákmeistaranum Bobby Fischer. Hann verður ekki heldur framseldur héðan. Lögfræðingur Fischers fundar með japönsku útlendingastofnuninni í dag. 20.12.2004 00:01
Ekki herlaust land? Er hið herlausa Ísland kannski alls ekkert herlaust þegar allt kemur til alls? Þessari spurningu er velt upp í erlendum stórblöðum í dag í ítarlegri umfjöllun um íslensku friðargæslusveitina. „Skaddaðar hugsjónir Íslands," segir í fyrirsögn í stórblaðinu International Herald Tribune í dag. 20.12.2004 00:01
Fjölgun í landvinnslu Brims Starfsfólki í landvinnslu Brims á Akureyri hefur síðan í haust fjölgað um nálægt fimmtán manns, að því er fram kemur á vef útgerðarinnar. 20.12.2004 00:01
Viðbúnaðurinn vegna brunalyktar Talsmaður British Airways segir vinnureglu að viðhafa ítrustu varúðarráðstafanir þegar eitthvað bregður út af í flugi hjá félaginu og því hafi nokkur viðbúnaður verið á Heathrow-flugvelli síðasta föstudagskvöld vegna vélar sem í voru íslenskir þingmenn og ráðherra. 20.12.2004 00:01
Innflutningur bannaður frá Asíu Embætti yfirdýralæknis hefur framlengt bann við innflutningi frá Asíu vegna fuglaflensu. Bannað er að flytja til landsins lifandi fugla, frjóegg og hráar afurðir alifugla frá Kína, Taílandi, Suður-Kóreu, Malasíu, Víetnam, Japan, Kambódíu, Indónesíu, Laos, Pakistan og Hong Kong. 20.12.2004 00:01
Aukin útgjöld vegna þunglyndis Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna þunglyndislyfja hafa aukist um 8 prósent milli ára, þegar horft er til notkunarinnar frá janúar til nóvember. 20.12.2004 00:01
IE vísar á bug ásökunum Iceland Express segir yfirvöld ferðamála sjálf hafa gerst sek um að bregðast ferðaiðnaðinum með því að tefla á tæpasta vað hvað varði lögmæti fjárveitinga og vísar á bug fullyrðingum ferðamálastjóra á vef Ferðamálaráðs. 20.12.2004 00:01
Dregur úr innlendri prentun Hlutfall bókaprentunar innanlands hefur dregist saman um 3,4 prósent milli ára að því er fram kemur í könnun Bókasambands Íslands á prentun íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda fyrir jólin. 20.12.2004 00:01
Þriggja og hálfs árs fangelsi Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Sigurð Rúnar Gunnarsson í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Sigurður Rúnar var handtekinn þegar hann kom til landsins frá Amsterdam í maí. Í fórum hans fundust tæpt kíló af kókaíni og tæpt kíló af amfetamíni. 20.12.2004 00:01
Borgin hefur ekki fylgt máli eftir Í lok nóvember stóð mikill styr um sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg og íbúar mótmæltu þegar steinsteypukerjum var stillt upp fyrir framan það. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, sagði þá að það kæmi til greina af sinni hálfu að farið yrði fram á að sendiráð 20.12.2004 00:01
Bókuð flugför færri en í fyrra Bókuð flugför hjá Flugfélagi Íslands eru aðeins færri í ár en í fyrra. Árni Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að salan sé oft misjöfn milli jóla og velti mikið á hvort það séu brandajól eða ekki og í ár sé jólafríið til að mynda stutt. 20.12.2004 00:01
Hvít jól um allt land Siggi stormur segir að samkvæmt spám megi búast við hvítum jólum um allt land og fallegum snjó á aðfangadagskvöld. Séra Vigfúsi Þór Árnasyni finnst alltaf hátíðlegt þegar jörð er hvít um jól en minnir á að það er alltaf gott veður þegar klukkan slær sex á aðfangadag. </font /></b /> 20.12.2004 00:01
Friðargæslan í heimspressunni Bandarísku stórblöðin New York Times og International Herald Tribune gerðu í gær að umtalsefni íslensku friðargæsluna og uppnámið sem hún hefur valdið hér á landi. Blaðamaður segir að myndir af íslenskum friðargæslumönnum gráum fyrir járnum hafa kallað fram naflaskoðun Íslendinga, sem sögð er friðelskandi þjóð. 20.12.2004 00:01
Stjórnvöld hvika hvergi Þrátt fyrir undrun og vonbrigði bandarískra stjórnvalda, munu þau íslensku standa við þá ákvörðun að veita Bobby Fischer dvalarleyfi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra óttast ekki að sú ákvörðun munu hafa áhrif á samskipti þjóðanni, og segist jafnframt reiðubúinn að láta á það reyna með formlegum hætti, krefjist bandarísk stjórnvöld þess að fá Fishcer framseldan. 20.12.2004 00:01
Landið minna en talið hefur verið Ísland er þrjú hundruð ferkílómetrum minna en fullyrt hefur verið, en strandlengjan er sextán hundruð kílómetrum lengri en talið var. Þar með eru kennslubækur, kort og ýmsar aðrar upplýsingar úreltar að sögn framkvæmdastjóra Loftmynda sem hafa mælt landið af mikilli nákvæmni. 20.12.2004 00:01
Hækkað á öllum vígstöðvum Þjónustugjöld hækka um áramótin í Reykjavík þrátt fyrir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hafi varið hækkun útsvars með því að það væri skárri leið en að hækka þjónustugjöld. Borgarstjóri segir borgarbúa borga hlutfallslega minna fyrir þjónustuna en á undanförnum árum. 20.12.2004 00:01
Verðið aldrei hærra Fasteignaverð hefur aldrei verið hærra, aldrei hafa jafn margar fasteignir skipt um eigendur og nýbyggingar spretta upp. Fátt virðist þó benda til þess að verðið lækki í bráð og sérfræðingar spá því að fasteignir geti hækkað enn frekar í verði. 20.12.2004 00:01
Sífellt grófari leikir Tölvuleikir verða sífellt grófari og brögð eru að því að foreldrar geri sér ekki grein fyrir þessu. Grófasti leikurinn á markaðnum gengur út á að fremja morð á eins hrottafenginn hátt og mögulegt er. 20.12.2004 00:01
Lítið var um áfallahjálp Þrjátíu ár eru í dag frá því að snjóflóðin féllu á Neskaupstað og tólf manns fórust. Einn þeirra sem missti ættingja í flóðunum segir áfallahjálp nauðsynlega, en lítið var um slíkt á þessum tíma. 20.12.2004 00:01
Fannst látin í höfninni Pólsk kona fannst látin í höfninni á Blönduósi í gærmorgun. Samlandar konunnar söknuðu hennar um morguninn og létu lögreglu vita. Lögreglan fann konuna síðan í höfninni rétt áður en skipulögð leit hófst. 20.12.2004 00:01
Laus úr haldi Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Lofti Jens Magnússyni, sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði úrskurðað í varðhald til 27. janúar. Loftur Jens veitti Ragnari Björnssyni hnefahögg fyrr í mánuðinum á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að Ragnar lést. 20.12.2004 00:01
Flutti kókaín inn fyrir samfanga Sigurður Rúnar Gunnarsson var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á tæpu kílói af kókaíni og tæpu kílói af amfetamíni. 20.12.2004 00:01
Falsaði kaupverð Maður á sextugsaldri var í Héraðsdómi Vestfjarða dæmdur til greiða 80 þúsund krónur í sekt fyrir skjalafals og tollalagabrot. Verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna kemur tíu daga fangelsi hennar í stað. 20.12.2004 00:01
Hrinti konu út úr bíl á ferð Rúmlega tvítugur maður hefur í Héraðsdómi Vestfjarða verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir gegn ungri konu. Hann hristi hana, sló ítrekað í öxl hennar og hrinti henni að lokum út úr bíl á ferð í hringtorgi á Ísafirði. 20.12.2004 00:01
Ósáttir við að undankeppnina vanti Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. 20.12.2004 00:01
Útboðsgögnum fyrir höfnina dreift Fjórir hópar sem taka þátt í samkeppni um hönnun og rekstur ráðstefnumiðstöðva, tónlistarhúss og hótels á Austurhöfninni í Reykjavík fengu afhenta endanlega útboðslýsingu í gær. 20.12.2004 00:01
Vísað frá Færeyjum vegna fíkniefna Manni á íslensku flutningaskipi í eigu Eimskips var vísað frá Færeyjum þar sem á honum fundust fíkniefni. 20.12.2004 00:01
Eindreginn vilji stjórnvalda "Verulegur áhugi og eindreginn vilji er meðal stjórnvalda til að einfalda umsóknarferli fyrir virkjanaframkvæmdir," segir Helgi Bjarnason, skrifstofustjóri orku- og stóriðjumála. 20.12.2004 00:01
Víðtæk áhrif á Hornafirði Ráðgert er að segja upp starfsmönnum hjá Ratsjárstofnun á Stokksnesi við Hornafjörð. Þar starfa nú 12 til 13 manns en ekki liggur fyrir hvort öllum verður sagt upp. 20.12.2004 00:01
Hagsmunamál þjóðarinnar í heild Að mati Kristjáns Þórs Júlíussonar, bæjarstjóra á Akureyri, eiga landsmenn allir að vera með í ráðum varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Segir hann aðalatriðið ekki vera staðsetningu flugvallarins heldur að samgöngur til og frá höfuðborginni verði jafn greiðar og þær eru í dag. 20.12.2004 00:01
Knattspyrnuhöll á Reyðarfirði Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð eiga í viðræðum við Alcoa og Bechtel um kostnaðarþátttöku í nýju fjölnota íþróttahúsi á Reyðarfirði. Lausleg kostnaðaráætlun hljóðar upp á hálfan milljarð króna og ganga viðræðurnar út á að Alcoa og Bechtel greiði tæpar 100 milljónir króna. 20.12.2004 00:01
Maður féll sex metra Maður hlaut höfuðáverka eftir að hann féll um sex metra í loðnubræðslunni á Eskifirði á fimmta tímanum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem gert var að meiðslum hans. Líðan hans er sögð góð eftir atvikum og maðurinn með fullri meðvitund. 19.12.2004 00:01
Fernt á slysadeild Fernt fór á slysasdeild eftir harðan árekstur jeppa og fólksbifreiðar laust fyrir klukkan þrjú dag. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt á Suðurlandsvegi í Svínahrauni þegar þeir rákust á. 19.12.2004 00:01
Austurbyggð vaknar Bjartsýni einkennir íbúa hins nýja sveitarfélags Austurbyggðar sem varð til með sameiningu Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar fyrir rúmu ári. Sveitarstjórinn segir byggðarlagið best varðveitta leyndarmál Austurlands. Væntanleg göng milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar munu bæta búsetuskilyrðin til muna. </font /></b /> 19.12.2004 00:01
Halló Kongó Íslendingar og Vestur-Kongóbúar hafa tekið upp stjórnmálasamband en stjórnvöld í landinu hafa áhuga á þróun fiskveiða. 19.12.2004 00:01
Elsti skatturinn aflagður Alþingi setti nýlega lög sem marka að mörgu leyti tímamót í skattasögu Íslendinga því að með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt var felldur niður eignarskattur einstaklinga og lögaðila. Síðasta álagning eignarskatts á sér því stað árið 2005 vegna eigna í árslok 2004. 19.12.2004 00:01
Bíll valt út í sjó Tveir menn sluppu ómeiddir eftir að bíll þeirra hafnaði hálfur úti í sjó eftir veltu á Skutulsfjarðarbraut hjá Tunguá á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Mennirnir, sem eru átján og tuttugu og eins árs gamlir, kölluðu eftir aðstoð lögreglu sem telur það mikla mildi að mennirnir hafi ekki slasast miðað við aðstæður. 19.12.2004 00:01
Erilsamt hjá lögreglunni Nóttin var erilsöm hjá lögreglunni í Reykjavík, töluverð ölvun var í miðbænum og tuttugu útköll bárust vegna hávaða í heimahúsum. Tveir voru í geymslu hjá lögreglunni í morgun, einn vegna ölvunar og hinn vegna ölvunaraksturs. Tíu voru teknir fyrir ölvunarakstur en að öðru leyti var nóttin stóráfallalaus. 19.12.2004 00:01
Skíðasvæði víða opin Skíðasvæðið á Siglufirði verður opnað klukkan eitt og verður opið fram eftir degi. Þar er fimm stiga frost og mjög gott veður, betra en í gær. Þá verður einnig opið á skíðasvæðinu á Tindastóli í Skagafirði, á Dalvík og Ísafirði en lokað er í Bláfjöllum. 19.12.2004 00:01
9% hækkun í kjölfar nýju lánanna Frá því bankarnir fóru að bjóða íbúðarlán hefur verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkað um tæp 9% sem er mesta hækkun á svo skömmum tíma sem orðið hefur. Þegar fasteignaverð hækkaði hvað mest í uppsveiflunni frá árinu 1999 til 2000 komst þriggja mánaða hækkun aldrei yfir rétt rúm 7%. 19.12.2004 00:01
Óttaðist ekki um líf sitt Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður, sem var um borð í flugvél British Airways þegar öryggi í flugstjórnarklefa brann yfir á föstudag, segist ekki hafa óttast um líf sitt, enda hafi hann ekki áttað sig á alvarleika aðstæðnanna fyrr en eftir á. Auk Sigurðar Kára var fjármálaráðherra og fjórir aðrir íslenskir þingmenn um borð í vélinni. 19.12.2004 00:01
Bílvelta á Suðurnesjum Bílvelta varð á Garðvegi við svokallaðan Ellustekk skömmu fyrir hádegi samkvæmt Víkurfréttum. Ökumaður bifreiðarinnar er grunaður um ölvun við akstur en hann náðist á hlaupum við innkomuna í Garðinn. Hann var fluttur til Keflavíkur til sýnatöku og skoðunar. Bifreiðin er nokkuð skemmd. 19.12.2004 00:01