Innlent

Hækkað á öllum vígstöðvum

Þjónustugjöld hækka um áramótin í Reykjavík þrátt fyrir að Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hafi varið hækkun útsvars með því að það væri skárri leið en að hækka þjónustugjöld. Borgarstjóri segir borgarbúa borga hlutfallslega minna fyrir þjónustuna en á undanförnum árum. Þegar Steinunn Valdís kynnti fjárhagsáætlun reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum sagði hún að yfirvöld í Reykjavík vildu frekar auka útsvarið en að hækka þjónustugjöld, sem kæmi sér illa fyrir fjölskyldufólk í borginni. Nú hefur verið kynnt til sögunnar hækkun ýmisa gjalda, sorphirðugjalds um 30 prósent, fyrir dvöl á frístundaheimili um 10 prósent, leikskólagjöld um 3,1 prósent, í sund um 9%, heimaþjónsta um 43%, akstur í félagsstarf hækkar um 70 krónur og gjald fyrir kaffi og meðlæti í félagstarfi aldraðra. Steinunn Valdís segir þrátt fyrir þetta að hlutdeild notenda í kostnaði þjónustu í Reykjavíkurborg hafi verið að lækka á undanförnum árum. Hún segir að á Seltjarnarnesi sé farið öðruvísi að en í Reykjavík, því að þar hafi þjónustugjöld hækkað meira en í Reykjavík. Steinunn tekur ekki undir það að verið sé að fara báðar leiðir í Reykjavík, þar sem hlutfall þess sem fólk greiðir af heildarkostnaði sé að lækka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×