Innlent

Innflutningur bannaður frá Asíu

Embætti yfirdýralæknis hefur framlengt bann við innflutningi frá Asíu vegna fuglaflensu. Bannað er að flytja til landsins lifandi fugla, frjóegg og hráar afurðir alifugla frá Kína, Taílandi, Suður-Kóreu, Malasíu, Víetnam, Japan, Kambódíu, Indónesíu, Laos, Pakistan og Hong Kong. Bannið er sagt sett með vísan til þess að ekki liggi fyrir upplýsingar frá dýrasjúkdómayfirvöldum landanna um upprætingu á fuglaflensu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur kveðið á um viðbúnað heilbrigðisyfirvalda um heim allan vegna hættu á að vírus fuglaflensunnar stökkbreytist þannig að úr verði skæður heimsfaraldur nýs flensustofns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×