Innlent

Aukin útgjöld vegna þunglyndis

Útgjöld Tryggingastofnunar ríkisins vegna þunglyndislyfja hafa aukist um 8 prósent milli ára, þegar horft er til notkunarinnar frá janúar til nóvember. Í tilkynningu kemur fram að aukin notkun lyfja úr tveimur flokkum vegi þyngst eða um 97 prósent af kostnaðinum. Þar er um að ræða sérhæfða serótónín endurupptökuhemla og serótónín noradrenalín endurupptökuhemla. Þá kemur fram að notkun lyfsins paroxetíns sem Lyfjastofnun varaði nýverið við hefur aukist milli ára, en lyfið gefið við sjálfsvígshugsunum barna og unglinga. Lyfið er úr öðrum lyfjaflokkinum sem þyngst vegur í kostnaðarauka Tryggingastofnunar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×