Innlent

Þriggja og hálfs árs fangelsi

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Sigurð Rúnar Gunnarsson í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnasmygl. Sigurður Rúnar var handtekinn þegar hann kom til landsins frá Amsterdam í maí. Í fórum hans fundust tæpt kíló af kókaíni og tæpt kíló af amfetamíni. Hann játaði að hafa ætlað að smygla fíkniefnunum til landsins sem ætlað hafi verið til söludreifingar, en innflutingurinn hafi ekki verið hugsaður í hagnaðarskyni fyrir sig, heldur hafi hann verið að gera manni sem hann skuldaði fé, greiða. Í niðurstöðu dómsins segir að hann hafi játað að hafa móttekið alls tvær og hálfa milljón króna, en þær hafi að hluta verið greiðslu kostnaðar vegna ferða sem hann fór á vegum viðkomandi, en að öðru leyti hafi hann litið á féð sem lán. Dómurinn taldi að með tilliti til um hversu háar fjárhæðir var að ræða, hvernig fjárhag Sigurðar Rúnarss hafi verið háttað og ekki hafi verið gefnar út greiðslukvittanir vegna lánsins, þyki skýringar Sigurðar Rúnars ekki trúverðugar. Þá segir að Sigurður Rúnar Gunnarsson hafi sýnt í verki að hann hafi tekið upp betri siði, en til refsiþyngingar komi að hann hafi reynt að flytja inn talsvert magn af fíkniefnum. Hann var því dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×