Fleiri fréttir

Orkuveitan vill víðtækari leyfi

Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir svörum Skipulagsstofnunar um hvort sjö boranir til rannsóknar á Hellisheiði þurfi umhverfismat. Fjórar þeirra eru á nýju svæði.

Málshöfðun í farvatninu

Gremja og reiði ríkja í garð hafnfirskra bæjaryfirvalda, sem fyrr á árinu ákváðu að fela einkafyrirtæki að annast ræstingar stofnana bæjarins.

Skeljungur skammist sín

Ungir jafnaðarmenn skora á Skeljung að skammast sín fyrir það sem kallað er í ályktun ósvífnar hótanir í garð Kópavogsbæjar. Skeljungur gerði athugasemdir við að Atlantsolíu væri úthlutað lóð að Dalbraut í Kópavogi, við hlið bensínstöðvar Skeljungs, og sendi Kópavogsbæ erindi þess efnis.

Varað við gitgarlyfi

Komið hefur í ljós að neysla gigtarlyfsins Celebra geti stuðlað að kransæðastíflu og heilablóðfalli. Langtímarannsóknum á lyfinu hefur verið hætt og ráðleggur Landlæknisembættið fólki sem notar það að ræða málin við lækni sinn í næstu heimsókn.

Jafnvel flogið beint til Japan

Sæmundur Pálsson heldur hugsanlega til Japan í dag til að fylgja Bobby Fischer til Íslands. Til greina kemur að fljúga beint til Tókýó og leigja til þess einkaþotu enda flugleiðin löng og hefðbundið farþegaflug tímafrekt.

Hansína er nýi bæjarstjórinn

Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. </font /></b />

Ungbarnasund styrkir börnin

Ungbarnasund styrkir börnin og eflir skynfæri þeirra og jafnvægi, segir Snorri Magnússon sem kennt hefur ungbarnasund í fjórtán ár. Barnalæknar hér á landi telja óvarlegt að fullyrða að ungbarnasund skaði ónæmiskerfi barnanna, eins og gert er í sænskri rannsókn.

Misjafn erfðabreytileiki

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að sterk tengsl eru milli búsetu og erfðabreytileika. Kári Stefánsson segir niðurstöðurnar mikilvægar og þær megi nota til að hanna tilraunir til að einangra erfðamengi og kortleggja ákveðna sjúkdóma. </font /></b />

Fyrsta vélin með íslenskt leyfi

Fyrsta Dornier 228 flugvélin með íslenskt rekstrarleyfi hefur hafið flug. Ungur Grindvíkingur starfrækir vélina og ætlar að herja á Skotlandsmarkað. Hann segir það vel koma til greina að reka slíka vél hér á landi innan skamms, ef vel gengur.

Rúrí stefnir íslenska ríkinu

Listakonan Rúrí hefur stefnt íslenska ríkinu og kristnihátíðarnefnd vegna ágreinings um bótaskyldu vegna útilistaverks sem skemmdist á kristnihátíð árið 2000. Bótaskyldan byggist á lagaákvæðum í Jónsbók frá árinu 1281. Málið hefur verið tekið fyrir í héraðsdómi.

Atlantsskip styrkir veik börn

Fyrirtækið Atlantsskip hefur ákveðið að veita Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna styrk í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina sinna.

Vélsleðamenn skullu saman á stökki

Tveir menn, hvor á sínum vélsleðanum, skullu saman í stökki sem varð til þess að annar slasaðist alvarlega. Mennirnir voru að leika sér að stökkva yfir veginn yfir á Hauganes í Eyjafirði þegar sleðar þeirra skullu saman.

Ekki samið fyrir jól

Tónlistarkennarar og sveitarfélögin ná ekki samkomulagi um kjör kennaranna fyrir jól eins og stefnt var að. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags tónlistarkennara, segir launaliðinn taka sinn tíma. Menn séu ekki sömu skoðunar hvað hann varði.

Brýnt að nýtt fangelsi rísi

Margrét Frímannsdóttir, þingkona Samfylkingarinnar, gagnrýnir þá tilhögun að grunaðir einstaklingar sem dæmdir eru til gæsluvarðhalds þurfi að dvelja með dæmdum föngum á Litla-Hrauni.

Óvenjumargir í varðhaldi

Nítján sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um alvarlega glæpi. Það er óvenju margt að mati lögreglu og eins eru mörg alvarleg afbrot orsök þess. Reyndar hefur árið allt verið annasamt og að meðaltali hafa tíu til fjórtán einstaklingar verið í gæsluvarðhaldi í einu.

Fjöldaslagsmál í miðborginni

Slegist var úti á götu í miðborg Reykjavíkur snemma í morgun. Dyravörður á veitingahúsi við Tryggvagötu lét lögreglu vita af slagsmálum laust fyrir klukkan sex í morgun. Þegar lögregla kom að voru tveir menn að slást fyrir utan Glaumbar og aðrir tveir voru að slást úti á miðri götunni.

Höggva eigið tré í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður félagsmönnum að velja og höggva eigið tré í Heiðmörk í dag. Þar verður haldin jólatrjáahátíð á tjaldsvæðinu í Hjalladal milli klukkan ellefu og þrjú en leyft verður að höggva stafafuru.

Skíðasvæði Ísfirðinga opið í dag

Skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal verður opnað í dag í fyrsta skipti á þessum vetri. Opnað var nú klukkan ellefu og verður opið til þrjú á svigsvæðinu og á svipuðum tíma á göngusvæðinu. Frábært færi er á staðnum, fimm stiga frost og blíða, léttskýjað og bæði leiðir og brautir troðnar.

Skemmdi bíl á háskólalóðinni

Sautján ára piltur dundaði sér við það í ölæði á háskólalóðinni laust fyrir klukkan sjö í morgun að skemma bíl sem þar stóð. Öryggisvörður sá til hans þar sem hann var að brjóta bílrúðu og kallaði til lögreglu. Piltur var handtekinn og settur í fangageymslu og er þess nú beðið að hann verði skýrsluhæfur, eins og það var orðað.

Skíðasvæði Siglfirðinga opið í dag

Skíðasvæði Siglfirðinga verður opnað í dag. Þar snjóaði mikið í fyrrinótt og einnig í gær og er nú kominn þar mikill og góður snjór. Skíðasvæðið verður opnað klukkan eitt og haft opið fram eftir degi.

Bæturnar hækka um 3,5%

Bætur almannatrygginga hækka um 3,5% um áramótin samkvæmt reglugerð sem heilbrigðis-og tryggingamálaráðherra hefur undirritað. Þá hækka frítekjumörk um 5%. Félagsmálaráðherra hefur og ákveðið að hækka atvinnuleysisbætur um 3% frá 1. janúar, sem og fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði, einnig um 3%.

Ákærunni haldið til streitu?

Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæðin í Bláfjöllum og Hamragili voru opnuð í morgun. Friðjón Árnason, staðgengill forstöðumanns skíðasvæðisins í Bláfjöllum, segir tvær diskalyftur opnar í Suðurgili og færið sé gott því eftir harðfenni undafarið hafi þunnur snjór fallið í nótt og brekkurnar því mjúkar. Veðurblíðan er svo ekki til að skemma fyrir.

Stúlka varð fyrir bíl

Stúlka á þrítugsaldri varð fyrir bíl á Gleráreyrum við Glerártorg á Akureyri um tíuleytið í morgun. Stúlkan hljóp út á götuna og í veg fyrir bíl sem kom akandi í sömu andrá. Hún slapp þó óbrotin en marðist á hendi og fæti.

Spassky býður aðstoð sína

Stuðningsnefnd Bobby Fischers hér á landi hefur borist kærar kveðjur og þakkir frá Boris Spassky, fyrrverandi heimsmeistara í skák, vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að veita Fischer dvalarleyfi hér á landi. Spassky býður jafnframt fram aðstoð sína í málinu ef á þurfi að halda.

Hjón spara 40 þúsund ári

Hjón með meðaltekjur í Reykjavík spara sér fjörutíu þúsund króna útsvarsgreiðslur á ári með því að flytja lögheimili sitt yfir á Seltjarnarnes eða í Garðabæ. Þeir Reykvíkingar sem vilja flýja skattana gera þó enn betur með því að flytja á Hvalfjarðarströnd en þannig má lækka útsvarið um 120 þúsund krónur á ári.

Óska líklega eftir framsali

Yfirvöld í Washington áréttuðu í gær að Bobby Fischer væri eftirlýstur og virðist sem þar hyggist menn óska eftir framsali. Bandarísk yfirvöld hafa hingað til þagað þunnu hljóði vegna boðs Íslendinga um dvalarleyfi fyrir Bobby Fischer. Þar vofir yfir honum fangelsisvist þar sem hann rauf, að mati Bandaríkjamanna, viðskiptabann við Júgóslavíu þegar hann tefldi þar árið 1992.

Undanþágan gegn stefnu stjórnvalda

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður segir það geðþóttaákvörðun, sem fari þvert gegn stefnu stjórnvalda, að veita Bobby Fischer undanþágu um dvalarleyfi hér á landi. Honum líst illa á framtíðina fái útlendingar ekki að koma inn í landið eða dvelja í því, nema með undantekningum.

Sæmundur reiðubúinn til brottfarar

Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni.

Ný og öflug músagildra

Ný tegund músagildru, sem hönnuð var í Súðavík, hefur reynst svo öflug að dæmi eru um að yfir þrjú hundruð mýs hafi veiðst í hana á tveimur mánuðum.

Hundabaðhús í Breiðholti

Hundabaðhús var opnað á bílaþvottastöð Löðurs við Stekkjabakka í Breiðholti í dag. Það er sagt vera það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Á þessari nýju bílaþvottastöð er sérrými, helgað hundum, eða einskonar hundabaðhús.

Alþingismenn hætt komnir í flugi

Farþegar í flugvél British Airways voru hætt komnir þegar öryggi í flugstjórnarklefa brann yfir. Fjármálaráðherra Íslands var um borð í vélinni ásamt fimm þingismönnum og starfsmönnum utanríkisráðuneytisins.

Sá að flugfreyjur voru óstyrkar

"Hver maður á sitt skapadægur og það var greinilega ekki komið að okkur," segir Gunnar I. Birgisson, alþingismaður sem staddur var um borð í flugvél British Airways þegar reykur kom upp í flugstjórnarklefanum.

Eftirlitslaus partí alltof mörg

Fjórir unglingar voru handteknir í heimahúsi í Breiðholti aðfaranótt laugardags, en nágrannar höfðu kvartað yfir háreysti og ólátum í þeim. Í ljós kom að unglingar á grunnskólaaldri voru eftirlitslausir í húsinu og var áfengisneysla mikil.

Kröfugerð ríkisins líklega kærð

"Þetta kemur mér á óvart í ljósi hæstaréttardómsins sem féll í haust," segir Rúnar Þórarinsson, oddviti sveitarstjórnar í Öxarfjarðarhreppi, um kröfugerð ríkisins um þjóðlendur á Norðausturlandi

Bandaríkjamenn kunna að krefjast framsals Fischers

Lögfræðingar bandaríska dómsmálaráðuneytisins eru að kynna sér stöðuna sem upp er komin vegna boðs stjórnvalda hér um landvistarleyfi handa Bobby Fischer. Stjórnvöld hér ráðfærðu sig ekki við yfirvöld vestra áður en ákvörðunin var tekin. </font /></b />

Hundrað snúa ekki afturúr jólafríi

Um það bil hundrað portúgalskir verkamenn frá Kárahnjúkum, úr 250 manna hópi Impregilo sem sendur var heim í jólafrí í fyrradag, snúa ekki aftur til starfa við virkjanasvæðið.

Kaupin á verkum Sigmunds einsdæmi

Listfræðingar segja 18 milljóna króna kaup forsætisráðuneytisins á verkum teiknarans Sigmunds ekkert fordæmi eiga sér í listasögu Íslendinga. Fjárhæðin er nærri tvöföld árleg fjárveiting Listasafns Íslands til listaverkakaupa. </font /></b />

Fischer kom Íslandi á kortið

Bobby Fischer kom Íslandi á kortið, samkvæmt heimasíðu BBC. Þar er þeirri spurningu velt upp af hverju Íslendingar hafi kosið að bjóða ofsóknarbrjáluðum einsetumanni með afar öfgakenndar skoðanir landvistarleyfi. Það sé nánast óskiljanlegt í ljósi þess að það gæti komið við kauninn á Bandaríkjamönnum sem væru óneitanlega afar öflugir óvinir.

Tankbíll valt á Kringlumýrarbraut

Ökumaður slapp ómeiddur þegar stór tankbíll, hlaðinn þurrum sandi, valt þegar hann var að komast yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi. Bíllinn valt út fyrir veginn og tók olía og glussi að leka úr honum. Stóreflis krani var kallaður á vettvang til að ná bílnum á réttan kjöl og urðu nokkrar tafir á umferð á meðan.

Hjól flutningabíls losnuðu undan

Ökumaður og þrjú börn sluppu ómeidd þegar tvö hjól losnuðu undan flutningabíl á Vesturlandsvegi skammt frá Grundartanga í gærkvöldi og þeyttust á bílinn sem þau voru í. Ökumaður flutningabílsins náði að halda stjórn á bíl sínum eftir atvikið en bíllinn sem maðurinn og börnin voru í skemmdist svo mikið að hann var óökufær.

Skuldirnar lækki um 750 milljónir

Gert er ráð fyrir að greiða skuldir Reykjavíkurborgar niður um 750 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárhagsáætlun borgarinnar sem afgreidd var á fundi borgarstjórnar sem stóð til klukkan hálfþrjú í nótt.

Rétt náði inn til lendingar

Flugmaður á eins hreyfils lítilli flugvél í ferjuflugi rétt náði inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi eftir að bensíndæla bilaði í vélinni. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, sendi út neyðarkall þegar vélin var um 80 sjómílur vestur af Keflavík og voru þyrla Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórnar þegar kallaðar út.

Mikið um slys og óhöpp

Mikið var um slys og óhöpp í umferðinni í gærkvöldi en enginn slasaðist alvarlega þótt stundum hafi staðið tæpt. Sex manns voru fluttir á slysadeild Landspítalans.

Fischer vill flytjast til Íslands

Bobby Fischer vill flytjast til Íslands og japönsk unnusta hans líka, en hún segist ákaflega hrifin af jarðböðum og fiski. Fjölmargar hindranir standa þó í vegi fyrir Fischer og óljóst hvernig hægt er að ryðja þeim úr vegi.

Sjá næstu 50 fréttir