Innlent

9% hækkun í kjölfar nýju lánanna

Frá því bankarnir fóru að bjóða íbúðarlán hefur verð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkað um tæp 9% sem er mesta hækkun á svo skömmum tíma sem orðið hefur. Þegar fasteignaverð hækkaði hvað mest í uppsveiflunni frá árinu 1999 til 2000 komst þriggja mánaða hækkun aldrei yfir rétt rúm 7% og telja sérfræðingar ekki langs að bíða að metið frá árinu 2000 verði slegið en þá nam hækkunin á tólf mánuðum 24%. Methækkun er á verði stærri fasteigna en á síðustu tólf mánuðum hefur verð séreigna hækkað um 22,4% og hefur aldrei hækkað meira. Greiningadeild KB banka bendir hins vegar á að greiðslugeta hafi aukist vegna lækkaðra vaxta. Þannig séu afborganir af nítján milljón króna íbúð nú svipaðar og af fimmtán milljón króna íbúð áður miðað við 80% skuldsetningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×