Innlent

Friðargæslan í heimspressunni

Bandarísku stórblöðin New York Times og International Herald Tribune gerðu í gær að umtalsefni íslensku friðargæsluna og uppnámið sem hún hefur valdið hér á landi. Blaðamaður segir að myndir af íslenskum friðargæslumönnum gráum fyrir járnum hafa kallað fram naflaskoðun Íslendinga, sem hún segir friðelskandi þjóð þar sem lögreglan beri ekki einu sinni vopn. Í greininni er rætt við Stefán Pálsson, talsmann Samtaka herstöðvaandstæðinga, Ögmund Jónasson Alþingismann og Illuga Gunnarsson, aðstorðarmann utanríkisráðherra. Stefán segir að myndirnar hafi skotið mörgum skelk í bringu, sérstaklega fólki af eldri kynslóðinni sem hafi alist upp við þá hugmynd að ísland væri herlaust land. Illugi segir að með friðargæslunni leggi Ísland sitt af mörkum í friðarstarfi undir forsjá NATO en ekki sé um her að ræða. Ögmundur Jónasson segir að mörkin milli hermennsku og friðargæslu séu að verða æ óljósari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×