Innlent

Útboðsgögnum fyrir höfnina dreift

Fjórir hópar sem taka þátt í samkeppni um hönnun og rekstur ráðstefnumiðstöðva, tónlistarhúss og hótels á Austurhöfninni í Reykjavík fengu afhenta endanlega útboðslýsingu í gær. Þátttakendurnir eru hóparnir Fasteign, Multiplex, Portus Group og Viðhöfn. Innan hvers hóps er fjöldi fyrirtækja og fjármálastofnana hér á landi nema í Multiplex, enskum hópi. Lokatilboð í bygginguna eiga að liggja fyrir í lok september árið 2005. Húsið á að taka í notkun um mitt ár 2009.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×