Innlent

Fjölgun í landvinnslu Brims

Starfsfólki í landvinnslu Brims á Akureyri hefur síðan í haust fjölgað um nálægt fimmtán manns, að því er fram kemur á vef útgerðarinnar. Ýsuvinnslan færðist frá Grenivík til Akureyrar og það segir Guðbjörg Erna Guðmundsdóttir, rekstrarstjóri landvinnslu, hafa kallað á aukinn mannskap. Sett var upp sérstök vinnslulína fyrir ýsuna þar sem unnin eru um 8 til 10 tonn á dag. Ekki verður unnið milli jóla og nýárs hjá Brimi, en fyrirséð að nóg verði að gera alveg fram á Þorláksmessu. Vinnsla hefst aftur 3. janúar. Alls starfa um 115 manns í vinnslunni á Akureyri, en um 130 með ræstinga- og viðhaldsfólki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×