Innlent

Bíll valt út í sjó

Tveir menn sluppu ómeiddir eftir að bíll þeirra hafnaði hálfur úti í sjó eftir veltu á Skutulsfjarðarbraut hjá Tunguá á Ísafirði skömmu eftir miðnætti í nótt. Mennirnir, sem eru átján og tuttugu og eins árs gamlir, kölluðu eftir aðstoð lögreglu sem telur það mikla mildi að mennirnir hafi ekki slasast miðað við aðstæður. Þá hafði lögreglan afskipti af samkvæmi unglinga á Suðureyri við Súgandafjörð. Þar voru krakkar niður í fimmtán ára aldur að neyta áfengis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×