Fleiri fréttir Gaul var ekki sökkt Útilokað er að sovéskur kafbátur hafi sökkt breska togaranum Gaul sem sökk út af ströndum Noregs árið 1974. Togaranum var illa við haldið og því fór sem fór. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem kynnti niðurstöður sínar í morgun. 17.12.2004 00:01 Snarpur skjálfti nálægt Drangey Jarðskjálfti sem mældist 2,9 á Richter varð rétt fyrir klukkan eitt í dag, tuttugu og þrjá kílómetra norðnorðaustur af Drangey í Skagafirði. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki óvenjulegt að skjálftar verði út af mynni Skagafjarðar en engin sérstök skjálftavirkni hefur verið á svæðinu. 17.12.2004 00:01 Atvinnuleysisbætur hækka 1. janúar Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar um áramótin ásamt hámarksábyrgð úr Ábyrgðarsjóði launa, fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en samkvæmt breytingunum verða hámarksbætur atvinnuleysistrygginga 4.219 krónur á dag. 17.12.2004 00:01 Ótrúlegur seinagangur Félagsmönnum Lyfjafræðingafélags Íslands finnst "ótrúlegur seinagangur" í málarekstri vegna ráðningar forstöðumanns lyfjasviðs á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, að sögn Ingunnar Björnsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. 17.12.2004 00:01 Á annað hundrað bænda til útlanda Á annað hundrað íslenskra bænda verður á faraldsfæti í byrjun næsta árs. Hin árlega ferð bænda á Agrómek-landbúnaðarsýninguna í Danmörku verður farin í seinni hluta janúar og önnur fagferð bænda er ráðgerð um miðjan febrúar, þá til Nýja-Sjálands. 17.12.2004 00:01 Allt gjafasæði keypt frá Danmörku Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér er keypt frá dönskum sæðisbanka. Skammturinn kostar 12 - 14.000 krónur kominn hingað til lands. Þetta fyrirkomulag flýtir meðferðinni um hálft ár. </font /></b /> 17.12.2004 00:01 Blóðgjöf og eggjagjöf tvennt ólíkt Blóðgjafir og eggjagjafir til tæknifrjóvgunar er tvennt ólíkt. Kona sem gefur egg til tæknifrjóvgunar þart að ganga í gegnum margvíslegar prófanir, óþægindi og kostnað, að því er Þórður Óskarsson læknir á tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica segir. 17.12.2004 00:01 Jarðskjálfti upp á 3,4 á Richter Jarðskjálfti sem mældist 3,4 á Richter varð á svæðinu milli Heklu og Torfajökuls, nánar tiltekið 12,3 kílómetra norðnorðvestur af Álftavatni, fyrir tæplega hálfri klukkustund eða klukkan 15:34. Annar minni skjálfti varð á svæðinu tveimur mínútum áður og mældist hann 1,5 á Richter. 17.12.2004 00:01 Fischer gæti fengið vegabréf Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. 17.12.2004 00:01 Hægrimenn herja á Halldór Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra að gjöf bókina „Sigmund sér til þín!" Með þessu vilja ungir sjálfstæðismenn mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kaupa allar teikningar listamannsins fyrir 18 milljónir króna af skattfé. 17.12.2004 00:01 Laxnessraunir Halldór Guðmundsson hefur ritað sannkallað stórvirki um nafna sinn Laxness. Í stuttu máli frábæra bók þar sem þræddir eru saman ótrúlega haglega allir þræðirnir í lífi skáldsins Laxness. 17.12.2004 00:01 Eftirlaunasjóður stjórnmálamanna? Allt frá upphafi hefur íslenska utanríkisþjónustan - að ákveðnu marki - verið svo nátengd íslenskum stjórnmálum að segja má að þar hafi embættis- og stjórnmálakerfið runnið saman í eitt. Til skamms tíma voru það aðeins "lýðræðisflokkarnir" sem höfðu aðgang að þessu kerfi. 17.12.2004 00:01 15 mánaða dómur fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tvo karlmenn í dag í fimmtán mánaða fangelsi hvorn fyrir kókaínsmygl og fyrir að reyna að koma sér hjá því að greiða aðflutningsgjöld af hnefaleikabúnaði. 17.12.2004 00:01 Valt með fullan pall af möl Engan sakaði þegar vörubíll með fullfermi af möl valt í Garðabæ á fimmta tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var bíllinn staddur í beygju þar sem hann hann reyndi að sturta hlassinu af pallinum þegar óhappið varð. 17.12.2004 00:01 Kröfur ríkisins um þjóðlendur Fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, hefur afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á Norðausturlandi, samanber lög um þjóðlendur og ákvörðum marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Á meðal þess sem gerð er krafa til er afrétta milli Jökulsár í Fljótsdal og sýslumarka í austri, syðsta hluta Fljótsdalsheiðar og Vesturöræfa. 17.12.2004 00:01 Umræðu vantar "Hjá sjálfstæðu ríki hefði mátt búast við umfangsmikilli umræðu um stjórnarskrána, en hún hefur aldrei farið fram hér á landi. Það er ekki víst að það þurfi að breyta miklu en það er mikilvægt að raunveruleg endurskoðun fari fram og hún ætti að ná lengra út í samfélagið en ekki vera bundið við þingmenn," segir Ágúst Þór Árnason, verkefnastjóri við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, um fyrirhugaða endurskoðun á stjórnarskrá Íslands. 17.12.2004 00:01 Undrandi yfir forræðishyggju Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir undrun stjórnarinnar á þeirri forræðishyggju sem komi fram í tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um að leggja bann við auglýsingum á óhollum matvörum í fjölmiðlum. 17.12.2004 00:01 Hækka um þrjú prósent Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur um áramótin ásamt hámarksábyrgð úr Ábyrgðarsjóði launa, fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. 17.12.2004 00:01 Kynbundinn launamunur sá sami Karlar eru með 7 prósentum hærri mánaðarlaun og 17 prósentum hærri heildarlaun heldur en konur í sambærilegum starfsstéttum. Ef ekki er tekið tillit til mismunandi aldurs, menntunar og vinnutíma hafa karlar 28 prósentum hærri laun en konur. 17.12.2004 00:01 Þróunaraðstoð aukin Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra telur að loftslagsvæn tækni, ekki síst í orkumálum, geti átt stóran þátt í að draga úr veðurfarsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. 17.12.2004 00:01 Nýi bæjarstjórinn í Kópavogi Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. </font /></b /> 17.12.2004 00:01 Guðfinna rektor sameinaðs skóla Á fundi með starfsfólki Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands, sem haldinn var síðdegis í dag, var skýrt frá ráðningu dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur, núverandi rektors Háskólans í Reykjavík, í starf rektors sameinaðs skóla. 17.12.2004 00:01 Fíkniefnin hafa skilað sér niður Nígeríumaðurinn sem tekinn var á þriðjudagskvöld í Leifsstöð með ætlað kókaín í farangri og innvortis er talinn hafa verið með 300 til 450 grömm af efninu. Fíkniefnunum var pakkað í hátt í fimmtíu misstórar kúlur sem maðurinn hafði bæði gleypt og geymt í endaþarmi. 17.12.2004 00:01 Báðir dæmdir í 15 mánaða fangelsi Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. 17.12.2004 00:01 Rúm fimmtungshækkun á sérbýli Enn hækkar vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var vísitalan 217,3 stig í nóvember, en í októbermánuði var vísitalan 209,3 stig. 17.12.2004 00:01 Vestmannaeyjabær rekinn með halla Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar var lögð fram á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að eigið fé bæjarsjóðs verði neikvætt um rúmar 185 milljónir í lok árs 2005. Auka á langtímalán um rúmar 33 milljónir. </font /></b /> 17.12.2004 00:01 Rekstarafgangurinn lækkar Eftir breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, lækkar áætlaður rekstarafgangur um 350 milljónir. Sjálfstæðismenn segir borgina komna í fjárhagslega erfiðleika. </font /> 17.12.2004 00:01 Sex prósenta hækkun Á fundi bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum á fimmtudag var samþykkt að hækka far- og farmgjöld með Herjólfi um sex prósent. 17.12.2004 00:01 Dómari kallaði dóminn fjarstæðu Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. 17.12.2004 00:01 Fischer ekki eini vitleysingurinn Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. 17.12.2004 00:01 Kennarar endurgreiða ofgreidd laun Flestir grunnskólakennarar greiða sveitarfélögunum ofgreidd laun fyrir jól. Hjá öðrum eru greiðslurnar dreifðar og endurgreiddar á nýju ári, að sögn Sesselju G. Sigurðardóttur, varaformanns Félags grunnskólakennara 17.12.2004 00:01 Vilja vita verð símtala fyrirfram Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. 17.12.2004 00:01 Tíu þúsund skráðir á Tónlist.is Nær tíu þúsund manns hafa skráð sig á vefmiðilinn Tónlist.is. Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þessa miklu þátttaka ekki koma á óvart. 17.12.2004 00:01 Reykjavíkurflugvöllur nýttur áfram Það er óhjákvæmilegt að Reykjavíkurflugvöllur verði nýttur áfram segir samgönguráðherra. Annað væri sóun á þeim fjármunum sem lagðir hafa verið í flugvallarsvæðið að undanförnu. Formaður samgöngunefndar Reykjavíkur segir samgönguyfirvöld vilja flugvöllinn burt en kjósi að segja það ekki að svo stöddu. 17.12.2004 00:01 Úttekt á þjónustu við aldraða Ríkisendurskoðun gerir nú úttekt á þjónustu við aldraða á stofnunum. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að stórar öldrunarstofnanir eigi að heyra sögunni til. Vistmennn þar hafi verið mjög óánægðir með tíð starfsmannaskipti og þjónustuna almennt. 17.12.2004 00:01 Reykjanesbrautin ekki breikkuð? Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. 17.12.2004 00:01 Fischer tekur vel í að koma Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Tokyo, fór snemma í morgun að íslenskum tíma í japanska utanríkisráðuneytið og tilkynnti þar um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að bjóða skákmeistaranum Bobby Fisher dvalarleyfi á Íslandi. Þá tilkynnti Þórður Fisher símleiðis um málið og tók Fisher því vel. 16.12.2004 00:01 Hansína verður bæjarstjóri Framsóknarmenn í Kópavogi samþykktu á fundi sínum í gærkvöldi að Hansína Ásta Björgvinsdóttir verði næsti bæjarstjóri í Kópavogi, í stað Sigurðar Geirdal, sem lést nýverið. Fyrr í vikunni höfðu Sjálfstæðismenn fallist á þá tilhögun. 16.12.2004 00:01 Gæsluvarðhaldið framlengt Lögreglan í Reykjavík fer í dag fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem varð Ragnari Björnssyni að bana á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Þess verður krafist að maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. 16.12.2004 00:01 Danir hefja eigin innrás Danir hafa snúið vörn í sókn og hafið innrás í íslenska efnahagslífið. Danski málningarframleiðandinn Flugger hefur keypt allt hlutafé í Hörpu Sjöfn, sem framvegis verður dótturfélag danska fyrirtækisins og lætur Helgi Magnússon framkvæmdastjóri af störfum. 16.12.2004 00:01 Ofsaveður í gærkvöldi Ofsaveður var út af suðausturströndinni í gærkvöldi, en mesti veðurofsinn náði ekki inn á landið. Yfir 50 metrar á sekúndu mældust á skipi á þessum slóðum, en þegar vindur verður svo mikill, ná öldurnar sér ekki upp og því var ekki vont í sjóinn þrátt fyrir veðurhaminn. 16.12.2004 00:01 Dó vegna afleiðinga höggs Allt að sex vikna gæsluvarðhalds verður krafist í dag yfir banamanni Ragnars Björnssonar, sem lést eftir högg sem hann hlaut á krá í Mosfellsbæ um helgina. Bráðabirgða niðurstaða krufningar liggur fyrir. Samkvæmt henni má rekja lát Ragnars til hnefahöggs sem hann fékk á vinstri vanga. Afleiðingar þess höggs drógu hann til dauða. 16.12.2004 00:01 Gerði grein fyrir áformum í gær Davíð Oddsson utanríkisráðherra gerði bandaríska sendiheranum hér á landi grein fyrir þeim áformum að veita Bobby Fischer landvistarleyfi hér á landi, á fundi í gær. 16.12.2004 00:01 Bætt upp fyrir verkfallið Fræðsluyfirvöld í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lagt fram áætlanir til að bæta grunnskólanemendum tjónið sem hlaust af löngu verkfalli grunnskólakennara. 16.12.2004 00:01 Næstum fram af klettabelti Minnstu munaði að stór flutningabíll með tengivagni steyptist fram af hundrað metra klettabelti á Ennishálsi í Strandasýslu í gær, þegar hann rann stjórnlaus afturábak, í fljúgandi hálku, niður bratta brekku í átt að klettabrún. Þetta gerðist í kjölfar þess að driflæsing bílsins bilaði. 16.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gaul var ekki sökkt Útilokað er að sovéskur kafbátur hafi sökkt breska togaranum Gaul sem sökk út af ströndum Noregs árið 1974. Togaranum var illa við haldið og því fór sem fór. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar sem kynnti niðurstöður sínar í morgun. 17.12.2004 00:01
Snarpur skjálfti nálægt Drangey Jarðskjálfti sem mældist 2,9 á Richter varð rétt fyrir klukkan eitt í dag, tuttugu og þrjá kílómetra norðnorðaustur af Drangey í Skagafirði. Halldór Geirsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki óvenjulegt að skjálftar verði út af mynni Skagafjarðar en engin sérstök skjálftavirkni hefur verið á svæðinu. 17.12.2004 00:01
Atvinnuleysisbætur hækka 1. janúar Atvinnuleysisbætur verða hækkaðar um áramótin ásamt hámarksábyrgð úr Ábyrgðarsjóði launa, fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun en samkvæmt breytingunum verða hámarksbætur atvinnuleysistrygginga 4.219 krónur á dag. 17.12.2004 00:01
Ótrúlegur seinagangur Félagsmönnum Lyfjafræðingafélags Íslands finnst "ótrúlegur seinagangur" í málarekstri vegna ráðningar forstöðumanns lyfjasviðs á Landspítala - háskólasjúkrahúsi, að sögn Ingunnar Björnsdóttur framkvæmdastjóra félagsins. 17.12.2004 00:01
Á annað hundrað bænda til útlanda Á annað hundrað íslenskra bænda verður á faraldsfæti í byrjun næsta árs. Hin árlega ferð bænda á Agrómek-landbúnaðarsýninguna í Danmörku verður farin í seinni hluta janúar og önnur fagferð bænda er ráðgerð um miðjan febrúar, þá til Nýja-Sjálands. 17.12.2004 00:01
Allt gjafasæði keypt frá Danmörku Allt gjafasæði sem notað er til tæknifrjóvgunar hér er keypt frá dönskum sæðisbanka. Skammturinn kostar 12 - 14.000 krónur kominn hingað til lands. Þetta fyrirkomulag flýtir meðferðinni um hálft ár. </font /></b /> 17.12.2004 00:01
Blóðgjöf og eggjagjöf tvennt ólíkt Blóðgjafir og eggjagjafir til tæknifrjóvgunar er tvennt ólíkt. Kona sem gefur egg til tæknifrjóvgunar þart að ganga í gegnum margvíslegar prófanir, óþægindi og kostnað, að því er Þórður Óskarsson læknir á tæknifrjóvgunarstöðinni Art Medica segir. 17.12.2004 00:01
Jarðskjálfti upp á 3,4 á Richter Jarðskjálfti sem mældist 3,4 á Richter varð á svæðinu milli Heklu og Torfajökuls, nánar tiltekið 12,3 kílómetra norðnorðvestur af Álftavatni, fyrir tæplega hálfri klukkustund eða klukkan 15:34. Annar minni skjálfti varð á svæðinu tveimur mínútum áður og mældist hann 1,5 á Richter. 17.12.2004 00:01
Fischer gæti fengið vegabréf Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. 17.12.2004 00:01
Hægrimenn herja á Halldór Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra að gjöf bókina „Sigmund sér til þín!" Með þessu vilja ungir sjálfstæðismenn mótmæla þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að kaupa allar teikningar listamannsins fyrir 18 milljónir króna af skattfé. 17.12.2004 00:01
Laxnessraunir Halldór Guðmundsson hefur ritað sannkallað stórvirki um nafna sinn Laxness. Í stuttu máli frábæra bók þar sem þræddir eru saman ótrúlega haglega allir þræðirnir í lífi skáldsins Laxness. 17.12.2004 00:01
Eftirlaunasjóður stjórnmálamanna? Allt frá upphafi hefur íslenska utanríkisþjónustan - að ákveðnu marki - verið svo nátengd íslenskum stjórnmálum að segja má að þar hafi embættis- og stjórnmálakerfið runnið saman í eitt. Til skamms tíma voru það aðeins "lýðræðisflokkarnir" sem höfðu aðgang að þessu kerfi. 17.12.2004 00:01
15 mánaða dómur fyrir kókaínsmygl Héraðsdómur Reykjaness dæmdi tvo karlmenn í dag í fimmtán mánaða fangelsi hvorn fyrir kókaínsmygl og fyrir að reyna að koma sér hjá því að greiða aðflutningsgjöld af hnefaleikabúnaði. 17.12.2004 00:01
Valt með fullan pall af möl Engan sakaði þegar vörubíll með fullfermi af möl valt í Garðabæ á fimmta tímanum í gær. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði var bíllinn staddur í beygju þar sem hann hann reyndi að sturta hlassinu af pallinum þegar óhappið varð. 17.12.2004 00:01
Kröfur ríkisins um þjóðlendur Fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, hefur afhent óbyggðanefnd kröfur sínar um þjóðlendur á Norðausturlandi, samanber lög um þjóðlendur og ákvörðum marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta. Á meðal þess sem gerð er krafa til er afrétta milli Jökulsár í Fljótsdal og sýslumarka í austri, syðsta hluta Fljótsdalsheiðar og Vesturöræfa. 17.12.2004 00:01
Umræðu vantar "Hjá sjálfstæðu ríki hefði mátt búast við umfangsmikilli umræðu um stjórnarskrána, en hún hefur aldrei farið fram hér á landi. Það er ekki víst að það þurfi að breyta miklu en það er mikilvægt að raunveruleg endurskoðun fari fram og hún ætti að ná lengra út í samfélagið en ekki vera bundið við þingmenn," segir Ágúst Þór Árnason, verkefnastjóri við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri, um fyrirhugaða endurskoðun á stjórnarskrá Íslands. 17.12.2004 00:01
Undrandi yfir forræðishyggju Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir undrun stjórnarinnar á þeirri forræðishyggju sem komi fram í tillögu þingmanna Samfylkingarinnar um að leggja bann við auglýsingum á óhollum matvörum í fjölmiðlum. 17.12.2004 00:01
Hækka um þrjú prósent Ákveðið hefur verið að hækka atvinnuleysisbætur um áramótin ásamt hámarksábyrgð úr Ábyrgðarsjóði launa, fæðingarstyrk og lágmarksgreiðslum úr Fæðingarorlofssjóði. 17.12.2004 00:01
Kynbundinn launamunur sá sami Karlar eru með 7 prósentum hærri mánaðarlaun og 17 prósentum hærri heildarlaun heldur en konur í sambærilegum starfsstéttum. Ef ekki er tekið tillit til mismunandi aldurs, menntunar og vinnutíma hafa karlar 28 prósentum hærri laun en konur. 17.12.2004 00:01
Þróunaraðstoð aukin Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra telur að loftslagsvæn tækni, ekki síst í orkumálum, geti átt stóran þátt í að draga úr veðurfarsbreytingum og losun gróðurhúsalofttegunda. 17.12.2004 00:01
Nýi bæjarstjórinn í Kópavogi Hansína Á. Björgvinsdóttir tekur við sem bæjarstjóri í Kópavogi á fyrsta vinnudegi á nýju ári. Hún þurfti góðan umhugsunarfrest áður en hún ákvað að takast á við verkefnið. "Það hafði aldrei hvarflað að mér að þurfa að kljást við þetta verkefni," segir hún. </font /></b /> 17.12.2004 00:01
Guðfinna rektor sameinaðs skóla Á fundi með starfsfólki Háskólans í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands, sem haldinn var síðdegis í dag, var skýrt frá ráðningu dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur, núverandi rektors Háskólans í Reykjavík, í starf rektors sameinaðs skóla. 17.12.2004 00:01
Fíkniefnin hafa skilað sér niður Nígeríumaðurinn sem tekinn var á þriðjudagskvöld í Leifsstöð með ætlað kókaín í farangri og innvortis er talinn hafa verið með 300 til 450 grömm af efninu. Fíkniefnunum var pakkað í hátt í fimmtíu misstórar kúlur sem maðurinn hafði bæði gleypt og geymt í endaþarmi. 17.12.2004 00:01
Báðir dæmdir í 15 mánaða fangelsi Salvar Halldór Björnsson og Sigurjón Gunnsteinsson voru dæmdir, í Héraðsdómi Reykjaness, í fimmtán mánaða fangelsi hvor, fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni. Fíkniefnin komu þeir með frá Amsterdam í Hollandi í byrjun desember fyrir ári síðan. 17.12.2004 00:01
Rúm fimmtungshækkun á sérbýli Enn hækkar vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var vísitalan 217,3 stig í nóvember, en í októbermánuði var vísitalan 209,3 stig. 17.12.2004 00:01
Vestmannaeyjabær rekinn með halla Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar var lögð fram á fimmtudag. Gert er ráð fyrir að eigið fé bæjarsjóðs verði neikvætt um rúmar 185 milljónir í lok árs 2005. Auka á langtímalán um rúmar 33 milljónir. </font /></b /> 17.12.2004 00:01
Rekstarafgangurinn lækkar Eftir breytingar á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, lækkar áætlaður rekstarafgangur um 350 milljónir. Sjálfstæðismenn segir borgina komna í fjárhagslega erfiðleika. </font /> 17.12.2004 00:01
Sex prósenta hækkun Á fundi bæjarstjórnar í Vestmannaeyjum á fimmtudag var samþykkt að hækka far- og farmgjöld með Herjólfi um sex prósent. 17.12.2004 00:01
Dómari kallaði dóminn fjarstæðu Inger Jónsdóttir, sýslumaður á Eskifirði, segir að ekki hafi verið ákveðið hvort brugðist verði við þætti ákæruvaldsins í frávísun Hæstaréttar á dómi Héraðsdóms Austurlands í gær. Einn dómara við Hæstarétt kallaði dóm Héraðsdóms, sem var yfir pilti vegna líkamsárásar, fjarstæðu og sagði eðilegast að sýkna manninn. 17.12.2004 00:01
Fischer ekki eini vitleysingurinn Bobby Fischer verður ekki eini vitleysingurinn hér á landi komi hann til landsins, segir utanríkisráðherra. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Fischer verði til vandræða. Hann segir boð um dvalarleyfi sérmeðferð sem Fischer bjóðist vegna sérstakra tengsla við landið. 17.12.2004 00:01
Kennarar endurgreiða ofgreidd laun Flestir grunnskólakennarar greiða sveitarfélögunum ofgreidd laun fyrir jól. Hjá öðrum eru greiðslurnar dreifðar og endurgreiddar á nýju ári, að sögn Sesselju G. Sigurðardóttur, varaformanns Félags grunnskólakennara 17.12.2004 00:01
Vilja vita verð símtala fyrirfram Erfitt er fyrir neytendur að vita hvað þeir greiða fyrir símnotkun fyrr en eftir á, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin krefjast að greitt verði úr því. 17.12.2004 00:01
Tíu þúsund skráðir á Tónlist.is Nær tíu þúsund manns hafa skráð sig á vefmiðilinn Tónlist.is. Stefán Hjörleifsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir þessa miklu þátttaka ekki koma á óvart. 17.12.2004 00:01
Reykjavíkurflugvöllur nýttur áfram Það er óhjákvæmilegt að Reykjavíkurflugvöllur verði nýttur áfram segir samgönguráðherra. Annað væri sóun á þeim fjármunum sem lagðir hafa verið í flugvallarsvæðið að undanförnu. Formaður samgöngunefndar Reykjavíkur segir samgönguyfirvöld vilja flugvöllinn burt en kjósi að segja það ekki að svo stöddu. 17.12.2004 00:01
Úttekt á þjónustu við aldraða Ríkisendurskoðun gerir nú úttekt á þjónustu við aldraða á stofnunum. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, segir að stórar öldrunarstofnanir eigi að heyra sögunni til. Vistmennn þar hafi verið mjög óánægðir með tíð starfsmannaskipti og þjónustuna almennt. 17.12.2004 00:01
Reykjanesbrautin ekki breikkuð? Bæjarstjórn Garðabæjar hefur hafnað því að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi til að breikka Reykjanesbraut samkvæmt fyrirliggjandi tillögum. Bæjarstjórinn segir meðal annars hljóðmanir of háar en fundur verði með hagmunaðilum í næstu viku. Bæjarstjórinn efast ekki um að brautin verði breikkuð. 17.12.2004 00:01
Fischer tekur vel í að koma Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í Tokyo, fór snemma í morgun að íslenskum tíma í japanska utanríkisráðuneytið og tilkynnti þar um þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að bjóða skákmeistaranum Bobby Fisher dvalarleyfi á Íslandi. Þá tilkynnti Þórður Fisher símleiðis um málið og tók Fisher því vel. 16.12.2004 00:01
Hansína verður bæjarstjóri Framsóknarmenn í Kópavogi samþykktu á fundi sínum í gærkvöldi að Hansína Ásta Björgvinsdóttir verði næsti bæjarstjóri í Kópavogi, í stað Sigurðar Geirdal, sem lést nýverið. Fyrr í vikunni höfðu Sjálfstæðismenn fallist á þá tilhögun. 16.12.2004 00:01
Gæsluvarðhaldið framlengt Lögreglan í Reykjavík fer í dag fram á framlengingu á gæsluvarðhaldi yfir karlmanni sem varð Ragnari Björnssyni að bana á veitingastaðnum Ásláki í Mosfellsbæ um síðustu helgi. Þess verður krafist að maðurinn sitji í gæsluvarðhaldi að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. 16.12.2004 00:01
Danir hefja eigin innrás Danir hafa snúið vörn í sókn og hafið innrás í íslenska efnahagslífið. Danski málningarframleiðandinn Flugger hefur keypt allt hlutafé í Hörpu Sjöfn, sem framvegis verður dótturfélag danska fyrirtækisins og lætur Helgi Magnússon framkvæmdastjóri af störfum. 16.12.2004 00:01
Ofsaveður í gærkvöldi Ofsaveður var út af suðausturströndinni í gærkvöldi, en mesti veðurofsinn náði ekki inn á landið. Yfir 50 metrar á sekúndu mældust á skipi á þessum slóðum, en þegar vindur verður svo mikill, ná öldurnar sér ekki upp og því var ekki vont í sjóinn þrátt fyrir veðurhaminn. 16.12.2004 00:01
Dó vegna afleiðinga höggs Allt að sex vikna gæsluvarðhalds verður krafist í dag yfir banamanni Ragnars Björnssonar, sem lést eftir högg sem hann hlaut á krá í Mosfellsbæ um helgina. Bráðabirgða niðurstaða krufningar liggur fyrir. Samkvæmt henni má rekja lát Ragnars til hnefahöggs sem hann fékk á vinstri vanga. Afleiðingar þess höggs drógu hann til dauða. 16.12.2004 00:01
Gerði grein fyrir áformum í gær Davíð Oddsson utanríkisráðherra gerði bandaríska sendiheranum hér á landi grein fyrir þeim áformum að veita Bobby Fischer landvistarleyfi hér á landi, á fundi í gær. 16.12.2004 00:01
Bætt upp fyrir verkfallið Fræðsluyfirvöld í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lagt fram áætlanir til að bæta grunnskólanemendum tjónið sem hlaust af löngu verkfalli grunnskólakennara. 16.12.2004 00:01
Næstum fram af klettabelti Minnstu munaði að stór flutningabíll með tengivagni steyptist fram af hundrað metra klettabelti á Ennishálsi í Strandasýslu í gær, þegar hann rann stjórnlaus afturábak, í fljúgandi hálku, niður bratta brekku í átt að klettabrún. Þetta gerðist í kjölfar þess að driflæsing bílsins bilaði. 16.12.2004 00:01