Innlent

Hundabaðhús í Breiðholti

Hundabaðhús var opnað á bílaþvottastöð Löðurs við Stekkjabakka í Breiðholti í dag. Það er sagt vera það fyrsta sinnar tegundar í Evrópu. Á þessari nýju bílaþvottastöð er sérrými, helgað hundum, eða svokallað hundabaðhús. Það er því hægt að þvo bílinn og hundinn í einni ferð en ætla má að fjölmargir hundaeigendur kannist við það að hafa subbað út baðherbergið og jafnvel allt heimilið þegar hvutti tekur upp á því að hrista sig vel og vandlega eftir þvottinn. Róbert Reynisson, framkvæmdastjóri Löðurs, segir hugmyndina hafa komið af Netinu. Hann segir aldrei að vita nema önnur deild verði opnuð fyrir óþekk börn, þ.e. ef hann sjái viðskiptatækifæri í því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×