Innlent

Hjól flutningabíls losnuðu undan

Ökumaður og þrjú börn sluppu ómeidd þegar tvö hjól losnuðu undan flutningabíl á Vesturlandsvegi skammt frá Grundartanga í gærkvöldi og þeyttust á bílinn sem þau voru í. Ökumaður flutningabílsins náði að halda stjórn á bíl sínum eftir atvikið en bíllinn sem maðurinn og börnin voru í skemmdist svo mikið að hann var óökufær. Kastið var svo mikið á dekkjunum að eftir að þau höfðu laskað fólksbílinn þeyttust þau langt út í móa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×