Innlent

Fyrsta vélin með íslenskt leyfi

Fyrsta Dornier 228 flugvélin með íslenskt rekstrarleyfi hefur hafið flug. Ungur Grindvíkingur starfrækir vélina og ætlar að herja á Skotlandsmarkað. Hann segir það vel koma til greina að reka slíka vél hér á landi innan skamms, ef vel gengur. Dornier-vélin, sem tekur 32 farþega, mun hefja áætlunarflug á milli Aberdeen í Skotlandi og Ósló daglega frá og með 17. janúar á næsta ári. Athafnamaðurinn framtakssami sem keypti innanlandsdeild Íslandsflugs og breytti nafninu í Landsflug, Atli Árnason, er bjartsýnn á að í framtíðinni muni félagið starfrækja slíka vél hérlendis og þá líklega í flugi til og frá Skotlandi. Atli segir Dornier-vélina sína uppáhaldsvél, draumur sé að fljúga henni enda framleidd í Þýskalandi. Guðlaugur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landsflugs, segir hugmyndina hafa vaknað fyrir mörgum árum en þá þótti hún of dýr. Markaðurinn hafi hins vegar breytt síðan og vélin sé afar hagkvæm í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×