Innlent

Ekki samið fyrir jól

Tónlistarkennarar og sveitarfélögin ná ekki samkomulagi um kjör kennaranna fyrir jól eins og stefnt var að. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir, formaður Félags tónlistarkennara, segir launaliðinn taka sinn tíma. Menn séu ekki sömu skoðunar hvað hann varði. "Við funduðum í okkar hópi og áttum síðan klukkutíma með launanefndinni uppi í Karphúsi," seigr Sigrún. Ekki sé tímabært að skoða hvort tónlistarkennarar fari í verkfall. Leikskólakennarar eiga einnig ósamið við launanefndina. Fundum þeirra var frestað til miðvikudags.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×