Innlent

Fjöldaslagsmál í miðborginni

Slegist var úti á götu í miðborg Reykjavíkur snemma í morgun. Dyravörður á veitingahúsi við Tryggvagötu lét lögreglu vita af slagsmálum laust fyrir klukkan sex í morgun. Þegar lögregla kom að voru tveir menn að slást fyrir utan Glaumbar og aðrir tveir voru að slást úti á miðri götunni. Fjöldi fólks var í kring, múgæsingur og ástandið sagt eldfimt. Lögregla skakkaði leikinn og handtók einn mann sem gistir nú fangageymslur. Enginn meiddist þó alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×