Innlent

Rétt náði inn til lendingar

Flugmaður á eins hreyfils lítilli flugvél í ferjuflugi rétt náði inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi eftir að bensíndæla bilaði í vélinni og hún missti hæð á lokaáfanganum. Flugmaðurinn, sem var einn í vélinni, sendi út neyðarkall þegar vélin var um 80 sjómílur vestur af Keflavík og voru þyrla Landhelgisgæslunnar og flugvél Flugmálastjórnar þegar kallaðar út. Flugmálastjórnarvélin kom að ferjuvélinni þegar hún átti skammt ófarið til lendingar og var aðstoð þyrlunnar afturkölluð þar sem sýnt þótti að flugmaðurinn myndi með naumindum komast alla leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×