Innlent

Atlantsskip styrkir veik börn

Fyrirtækið Atlantsskip hefur ákveðið að veita Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna styrk í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina sinna. Hefð hefur skapast fyrir því undanfarin ár að Atlantsskip gefi styrki í stað þess að senda út jólakort. Það er von fyrirtækisins að peningarnir komi að góðum notum við fjölþætt og þarft starf félagsins. Jóhanna Valgeirsdóttir frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna tók við framlaginu af Gunnari Bachman, framkvæmdastjóra Atlantsskipa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×