Fleiri fréttir

Farþegum fjölgaði um rúm 20%

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm 20% í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 89 þúsund farþegum í fyrra í rúma 107 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 20% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um tæp 25%.

200 milljónir verða til skiptanna

Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn fær um 200 milljónir íslenskra króna í fjárveitingu á næsta ári. Þá mun stjórn sjóðsins leggja áherslu á að styrkja framleiðslu og dreifingu á hljóð- og myndverkum af miklum gæðum, ýta undir samstarf norrænna kvikmyndagerðarmanna og styrkja framleiðslu og dreifingu á gæðakvikmyndum fyrir börn, að því er segir í tilkynningu.

Áskorun frá Þjóðverjum

Þýska mannréttindastofnunin hefur sent Alþingi áskorun þess efnis að ekki verði hætt fjárstuðningi við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Segir meðal annars að þýska mannréttindastofnunin hafi af því þungar áhyggjur að fjárskortur myndi hamla starfi mannréttindaskrifstofunnar.

Nafn piltsins sem lést

Pilturinn sem lést í húsbrunanum á Sauðárkróki á laugardag hét Elvar Fannar Þorvaldsson og var 21 árs gamall. Hann var til heimilis í húsinu sem brann að Bárustíg 14. Elvar var ókvæntur og barnlaus.

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Tvítugur karlmaður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Tólf mánuðir eru skilorðsbundnir til þriggja ára. Málsatvik eru þau að árásarmaðurinn stakk annan mann fjórum sinnum með hnífi, í áflogum utan við skemmtistaðinn Broadway, svo af hlutust fjögur 2-8 sentímetra djúp sár.

Eldur í íbúð á Kleppsvegi

Eldur kviknaði í íbúð á Kleppsvegi á fjórða tímanum. Eldurinn reyndist loga í feiti í potti og upp á innréttingu. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og vinnur slökkviliðið nú að reykræstingu. Einn íbúi var fluttur á slysadeild.

Fjölmenni við útför Sigurðar

Útför Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, var gerð frá Hallgrímskirkju í dag. Fjölmenni var við útförina, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Deilt um þingsköp

Stjórnarandstæðingar deildu hart á fundarstjórn Birgis Ármannssonar, varaforseta Alþingis í umræðum um Írak í gær.

Deilt um Írak

Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna gagnrýndi Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra harkalega í umræðum um störf þingsins á Alþingi í gær. Tilefnið var að Halldór hefði fullyrt í umræðuþætti í sjónvarpi að innrásin í Írak hefði verið rædd í utanríkisnefnd og á Alþingi.

Norðmenn æfir yfir skólakönnuninni

Tæpur helmingur norsku þjóðarinnar, eða 47 prósent, telur að norski menntamálaráðherrann hafi staðið sig illa í starfi þar sem henni hafi ekki tekist að bæta árangurinn í norskum grunnskóla og þekking barnanna fari versnandi. Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina harkalega. </font /></b />

Stefni biskupi vegna skipunar

Séra Sigríður Guðmarsdóttir hefur stefnt biskupi Íslands. Hún telur að málefnaleg sjónarmið hafi ekki ráðið við skipun í embætti sendiráðsprests í Lundúnum. Biskup hafi beitt sér í málinu þrátt fyrir vanhæfi sitt. </font /></b />

Matur í hálft ár

Fyrir svipaða upphæð og nemur ávinningnum af skattabreytingunum ætti barnlaus einstaklingur með 150 þúsund í tekjur á mánuði að geta keypt mat í tæplega hálft ár.

Nýtt íþróttahús á Hólmavík

Nýtt íþróttahús hefur verið tekið í notkun á Hólmavík. Formlegri athöfn var frestað fram í janúar vegna anna heimamanna, segir Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps.

Flugmönnum fjölgar hjá Icelandair

Icelandair hefur ráðið um fjörutíu flugmenn af 150 sem sóttu um störf hjá fyrirtækinu. Flugmönnum fyrirtækisins fjölgar í um 250 við ráðninguna eða um tuttugu prósent.

Sjálfstæði Alþingis verði tryggt

Stjórnarandstöðuflokkarnir leggja mikla áherslu á að sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdavaldinu verði tryggt við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Níu fulltrúar stjórnmálaflokkanna verða í stjórnarskrárnefndinni en nefndinni til fulltingis verður hópur sérfræðinga.

Einelti á ábyrgð starfsmanna

Fimmtán prósent starfsmanna útibúa banka og sparisjóða hafa orðið fyrir áreiti í starfi. Átta prósent þeirra fyrir einelti. Þetta er niðurstaða rannsóknar Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur félagsfræðings og Kristins Tómassonar yfirlæknis hjá Vinnueftirlitinu.

Umhverfisráðuneytið virti ekki lög

Úthlutun umhverfisráðherra á fé úr veiðikortasjóði til rjúpnarannsókna eftir ársbyrjun 2003 var ekki í samræmi við ákvæði laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Ráðherra sakaður um ósannindi

Formaður Vinstri-grænna ræddi Íraksmálin enn og aftur í upphafi þingfundar í dag. Hann sakaði forsætisráðherra um ósannindi í sjónvarpsviðtali í gær þar sem Íraksmálin bar á góma. 

Óábyrgt að hækka ekki skatta

Það væri óábyrgt að hækka ekki skatta til að auka tekjur borgarinnar og tryggja borgarbúum aukna þjónustu, segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri. Merki um óráðsíu og það óefni sem R-listinn er kominn í segja Sjálfstæðismenn í borgarstjórn. 

Ráðherra ver íslenska bankakerfið

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir að skrif í Berlingske Tidende um íslenskt viðskiptalíf sé að nokkru leyti ósanngjörn og að sumar fullyrðingar blaðsins bendi til að ónæg þekking búi að baki.

Vill ekki vera þræll Ástþórs

Natalía Wium vill skilja við Ástþór Magnússon. Ástþór krefst helmings eigna hennar. Sjálfur segist  hann ekki eiga neitt. Allt sé á nafni Friðar 2000. Líka einbýlishúsið í Vogaseli. Natalía segist hafa verið á móti forsetaframboði Ástþórs frá upphafi. Í kosningunum hafi hún þurft að leita sér hjálpar og fengið róandi lyf.

Ákvörðun tekin fyrir jól

Hæstiréttur mun taka ákvörðun fyrir jól um hvort gefið verði leyfi til að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem refsingu manns var frestað en hann beitti eiginkonu sína ofbeldi. Í málum þar sem refsingu er frestað verður ekki áfrýjað nema með leyfi Hæstaréttar.

Ók í tvígang á lögreglubíl

Kona á fertugsaldri ók tvívegis á lögreglubíl á fullri ferð og stakk síðan af síðastliðið mánudagskvöld. Lögreglumennirnir kenndu eymsla í hálsi og var lögreglubíllinn óökufær, hann var nokkuð klesstur auk þess sem fram- og hliðarlíknarbelgir í bílnum blésu út.

Í fangelsi fyrir hnífstungur

Tvítugur maður var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að stinga mann fjórum sinnum fyrir framan Broadway í Ármúla í september í fyrra. Tólf mánuðir af dómnum eru skilorðsbundnir.

Farþegum um Leifsstöð fjölgar

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um rúm tuttugu prósent í nóvember miðað við sama tíma í fyrra, úr rúmlega 89 þúsund farþegum árið 2003 í rúma 107 þúsund farþega nú.

Rannsókn lögreglu engu skilað

Rannsókn lögreglunnar á Blönduósi á því hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla aðfaranótt þriðjudagsins 28. september hefur enn engu skilað. Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn segir að enginn sé grunaður þó ummerki bendi til þess að kveikt hafi verið í húsinu.  

Magakveisa ekki vegna pottréttar

Búið er að útiloka það að sýkingin sem olli því að um 200 nemendur í Menntaskólanum á Akureyri fengu heiftarlega magakveisu og niðurgang var ekki vegna pottréttar úr mötuneyti skólans. Garðar Stefánsson, bryti skólans, segist hafa fengið þetta staðfest frá trúnaðarlækni skólans.

Borgin brýtur lög í skólaeldhúsum

Formaður félags matvinnslumanna segir að samkvæmt lögum eigi aðeins faglærðir menn að meðhöndla matvæli í mötuneytum. Reykjavíkurborg fari ekki eftir því og brjóti reglugerðir Hollustuverndar og iðnaðarlög.

Hrun í rækju- og skelfiskveiðum bætt

Sveitarfélög sem hafa orðið fyrir búsifjum vegna samdráttar í veiðum fengu úthlutað mestum byggðakvóta. Þingmaður telur að kerfið letji útgerðir í því að efla sig og styrkja innan kvótakerfisins.

WHO fundar í Reykjavík

Tveggja daga aukafundur framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, hefst í Reykjavík nú á fimmtudaginn. Þetta er í fyrsta skipti sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar heldur fund hér á landi en Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, var kjörinn formaður framkvæmdastjórnarinnar fyrr á þessu ári.

Atvinnulíf taki þátt í baráttunni

Ný reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað verður kynnt á morgunverðarfundi miðvikudaginn 8. desember kl. 8.30 á Grand Hótel Reykjavík. Markmiðið með reglugerðinni er að stuðlað verði að forvörnum og aðgerðum gegn einelti á vinnustöðum.

Getur ekki sinnt lögbundnum verkum

Ríkisendurskoðun hefur greint þrjár meginástæður rekstrar- og fjárhagsvanda Náttúrufræðistofnunar undanfarin þrjú ár. Þar kemur fram að helstu ástæður fjárhagsvanda stofnunarinnar séu að framlög ríkisins til hennar hafi ekki fylgt verðþróun, sértekjur hennar hafi lækkað verulega. Einnig hafi laun og húsaleiga hækkað. Því nægja árlegar fjárveitingar ekki fyrir rekstri, auk þess sem stofnunin hefur safnað upp skuldum vegna rekstrarhalla.

Styddi hallarbyltingu í sósíalísku

Níu mánuðum eftir að Sigurður Ingi Jónsson, oddviti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir síðustu þingkosningar, sagði sig úr flokknum vegna óánægju með stefnu flokksins og varaformanninn segir hann flokkinn ekkert hafa breyst en heldur opnum þeim möguleika að snúa aftur og taka þátt í hallarbyltingu gegn forystunni.

Bílveltur vegna hálku

Nokkrir bílar ultu og nokkrir fóru útaf vegum vegna mikillar hálku víðast hvar á Suðvesturlandi í gær og fram á kvöld, en hvergi mun þó neinn hafa slasast alvarlega. Verulega hefur hlýnað í nótt og víðast er nú orðið hálkulaust á láglendi en í uppsveitum og á fjallvegum, þar sem svell hafa náð að myndast, er enn hált.

40 hafa verið yfirheyrðir

Lögreglan í Kópavogi er búin að yfirheyra um það bil 40 sköllótta eða krúnurakaða menn vegna rannsóknarinnar á brottnámi níu ára stúlku úr bænum fyrir rúmri viku, sem skilin var eftir í vonskuveðri á Mosfellsheiði. Eftir yfirheyrslurnar er enginn þeirra grunaður um verknaðinn og heldur lögregla áfram að vinna úr þeim vísbendingum sem borist hafa.

Tvö rán í Vesturbænum

Tvö rán voru framin í Vesturborignni á tólfta tímanum í gærkvöldi, en lögregla náði ræningjanum aðeins þremur mínútum eftir að hann framdi síðara ránið. Fyrst fór hann inn í söluturn við Vesturgötu og hafði þar í hótunum með kylfu þannig að afgreiðslumaðurinn lét hann hafa allt lausafé.

Földu fíkniefni innvortis

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í gær tvo útlendinga í allt að fimm daga gæsluvarðhald að kröfu Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, vegna rannsóknar á fíkniefnamisferli mannana. Við komu þeirra til landsins á laugardag fundust á þeim fíkniefni, sem þeir höfðu falið innvortis, en lögregla gefur ekki upp hversu mikið eða hvort einhver Íslendingur hefur verið handtekinn í tengslum við málið.

Spá fyrir um jarðskjálfta

Heita vatnið gæti gefið vísbendingar um yfirvofandi jarðskjálfta. Rannsóknir vísindamanna við norræna eldfjallasetrið benda til þess að efnainnihald heits vatns úr borholum breytist áður en jarðskjálftar ríða yfir.

Talning stendur yfir

Talning atkvæða kennara um nýjan kjarasamning grunnskólakennara og sveitarfélaga stendur nú yfir og verða niðurstöður birtar klukkan fimm í dag. Rösklega fjögur þúsund kennarar eru á kjörskrá en ekki er gefið upp hver þáttaka í atkvæðagreiðslunni er.

Dalurinn lækkar enn

Gengi Bandaríkjadals hefur enn lækkað gagnvart krónunni í morgun. Sölugengi KB-banka var til að mynda 62,74 krónur, eða 20 aurum lægra en á föstudagseftirmiðdag. Talið er að dollarinn geti lækkað enn frekar gagnvart helstu viðmiðunargjaldmiðlum, einkum Evrunni, vegna áhyggjum manna af efnahagsþróun og skuldasöfnun ríkissjóðs í Bandaríkjunum.

Lögreglan í Reykjavík aðstoðar

Lögreglumenn frá tæknideild lögreglunnar í Reykjavík eru lögreglunni á Sauðárkróki innan handar við að rannsaka eldsupptök í íbúðarhúsi þar á laugardag, þar sem ungur maður fórst og þrjú ungmenni sluppu naumlega. Auk þess hefur lögreglan fengið sér til aðstoðar lögreglumenn úr Reykjavík til að aðstoða við skýrslutökur af vitnum, sem nú standa yfir.

Slakari en áður

Árangur íslenskra nemenda hefur heldur versnað samanborið við erlenda jafnaldra þeirra, samkvæmt fyrstu niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar á vegum OECD. Aðeins í stærðfræði hefur Íslendingum fleygt fram. Niðurstöður PISA-rannsóknarinnar verða kynntar klukkan ellefu í kvöld, en þýska fréttatímaritið Stern greinir frá þeim engu að síður.

Gistingum fækkar á Norðurlandi

Gistinóttum á norðlenskum hótelum stórfækkaði í október í samanburði við sama mánuð í fyrra þótt gistinóttum á landinu í heild hafi fjölgað um hátt í 5 prósent. Samkvæmt samantekt Hagstofunnar voru gistinætur liðlega 1600 færri í oktober í ár en í fyrra , eða 4,130 og er það samdráttur upp á 28%.

Stofna félag utan um Straum

Tryggingamiðstöðin og Landsbankinn hafa stofnað fjárfestingafélag utan um eignir fyrirtækjanna í fjárfestingabankanum Straumi. Fjármálaeftirlitið gerði athugasemdir við að Landsbanki Íslands, þ.e.a.s. aðalstöðvarnar, og Tryggingamiðstöðin fjárfestu saman, en fyrirtækin áttu saman hluti í Straumi fjárfestingabanka.

Atlanta á sprengjuslóðir

Íslenska flugfélagið Atlanta hefur á næstu dögum pílagrímaflug og flytur farþega til Jeddah. Sjö flugvélar verða í pílagrímaflugi á vegum félagsins og fjöldi starfsfólks, þar af dágóður hluti Íslendingar. Hjá Atlanta fengust þær upplýsingar að atburðir morgunsins hefðu ekki að svo stöddu áhrif á áætlanir félagsins, en að náið væri fylgst með þróun mála í Sádi-Arabíu.

Sjá næstu 50 fréttir