Innlent

Nýtt íþróttahús á Hólmavík

Nýtt íþróttahús hefur verið tekið í notkun á Hólmavík. Formlegri athöfn var frestað fram í janúar vegna anna heimamanna, segir Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps. "Um 96 prósent krakka hér tekur þátt í íþróttum. Mig minnir að af þeim 89 krökkum sem eru í grunnskólanum í dag séu einnig 55 í tónlistsarnámi og við erum með biðlista," segir Ásdís. Ásdís segir aðstæður til íþóttaiðkana sífellt að batna. Fyrsta sundlaug bæjarins sem hafi til dæmis opnað í sumar auk þess sem byggja eigi sparkvöll við grunnskólann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×