Innlent

Atvinnulíf taki þátt í baráttunni

Ný reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað verður kynnt á morgunverðarfundi miðvikudaginn 8. desember kl. 8.30 á Grand Hótel Reykjavík. Markmiðið með reglugerðinni er að stuðlað verði að forvörnum og aðgerðum gegn einelti á vinnustöðum. Í henni kemur m.a. fram að hlutverk atvinnurekenda í að koma í veg fyrir einelti á vinnustöðum er stórt og ábyrgð þeirra og skyldur í samræmi við það. Á fundinum verður auk þess fjallað um nýja rannsókn á einelti á vinnustað, vinnuskipulag og líðan starfsmanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×