Borgin brýtur lög í skólaeldhúsum 7. desember 2004 00:01 Það er gríðarlegt ábyrgðarleysi af hálfu borgaryfirvalda að hafa ekki lærða matreiðslumenn starfandi í grunnskólaeldhúsum í Reykjavík að mati Níels Olgeirssonar, formanns Matvís - félags matvinnslumanna, og til þess má rekja bágt ástand þeirra. Samkvæmt úttekt á eldhúsum sem gerð var fyrir fræðsluráð Reykjavíkur er mörgu ábótavant í rekstri 23 eldhúsa af 34. Þau uppfylla meðal annars ekki kröfur um hollustuhætti og hagkvæmni í innkaupum. Níels segir að samkvæmt reglugerð frá Hollustuvernd eigi aðeins þeir að meðhöndla matvæli í mötuneytum sem hafa menntun til þess. Auk þess segi í iðnaðarlögum að enginn eigi að höndla með matvæli nema meistari, sveinn eða nemi. Þetta sé því lögvarin iðngrein og því telur Níels að Reykjavíkurborg sé að brjóta lög með framferði sínu. Hann heldur því einnig fram að heilbrigðisyfirvöld eigi að sjá til þess að fagmenntað fólk vinni þessi verk. "Gæði á mat og öryggi barnanna er meira eftir því sem menntun kokka er meiri því að matvæli eru viðkvæm vara," segir Níels. "Heilbrigðisyfirvöld eiga ekki að komast upp með það að labba inn í skólaeldhús, kíkja á matseðilinn, athuga hvort það séu vaskar á réttum stöðum, niðurföll, salerni og handlaugar fyrir starfsfólk en gera enga kröfu um menntun af þess hálfu." Þau sveitarfélög sem hafa ráðið menntaða matreiðslumenn til starfa í grunnskólum segja að það borgi sig þótt þeir séu dýrari starfskraftur þar sem þeir spari margfalt á við ófaglærða með hagkvæmari innkaupum og betri matreiðslu. Ófaglærðir matreiðslumenn í Reykjavík fá greitt samkvæmt töxtum Starfsmannafélags Reykjavíkur sem eru lægri en taxtar í Matvís. Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir að borgin hafi ekki getað ráðið faglært fólk inn í grunnskólana þar sem hörgull sé á því. Hann vildi ekki ræða úttektina sem gerð var á grunnskólaeldhúsum í borginni þar sem hún væri nýkomin inn á borð fræðsluráðs. Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Það er gríðarlegt ábyrgðarleysi af hálfu borgaryfirvalda að hafa ekki lærða matreiðslumenn starfandi í grunnskólaeldhúsum í Reykjavík að mati Níels Olgeirssonar, formanns Matvís - félags matvinnslumanna, og til þess má rekja bágt ástand þeirra. Samkvæmt úttekt á eldhúsum sem gerð var fyrir fræðsluráð Reykjavíkur er mörgu ábótavant í rekstri 23 eldhúsa af 34. Þau uppfylla meðal annars ekki kröfur um hollustuhætti og hagkvæmni í innkaupum. Níels segir að samkvæmt reglugerð frá Hollustuvernd eigi aðeins þeir að meðhöndla matvæli í mötuneytum sem hafa menntun til þess. Auk þess segi í iðnaðarlögum að enginn eigi að höndla með matvæli nema meistari, sveinn eða nemi. Þetta sé því lögvarin iðngrein og því telur Níels að Reykjavíkurborg sé að brjóta lög með framferði sínu. Hann heldur því einnig fram að heilbrigðisyfirvöld eigi að sjá til þess að fagmenntað fólk vinni þessi verk. "Gæði á mat og öryggi barnanna er meira eftir því sem menntun kokka er meiri því að matvæli eru viðkvæm vara," segir Níels. "Heilbrigðisyfirvöld eiga ekki að komast upp með það að labba inn í skólaeldhús, kíkja á matseðilinn, athuga hvort það séu vaskar á réttum stöðum, niðurföll, salerni og handlaugar fyrir starfsfólk en gera enga kröfu um menntun af þess hálfu." Þau sveitarfélög sem hafa ráðið menntaða matreiðslumenn til starfa í grunnskólum segja að það borgi sig þótt þeir séu dýrari starfskraftur þar sem þeir spari margfalt á við ófaglærða með hagkvæmari innkaupum og betri matreiðslu. Ófaglærðir matreiðslumenn í Reykjavík fá greitt samkvæmt töxtum Starfsmannafélags Reykjavíkur sem eru lægri en taxtar í Matvís. Júlíus Sigurbjörnsson, deildarstjóri rekstrardeildar Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, segir að borgin hafi ekki getað ráðið faglært fólk inn í grunnskólana þar sem hörgull sé á því. Hann vildi ekki ræða úttektina sem gerð var á grunnskólaeldhúsum í borginni þar sem hún væri nýkomin inn á borð fræðsluráðs.
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira