Innlent

Bílveltur vegna hálku

Nokkrir bílar ultu og nokkrir fóru útaf vegum vegna mikillar hálku víðast hvar á Suðvesturlandi í gær og fram á kvöld, en hvergi mun þó neinn hafa slasast alvarlega. Verulega hefur hlýnað í nótt og víðast er nú orðið hálkulaust á láglendi en í uppsveitum og á fjallvegum, þar sem svell hafa náð að myndast, er enn hált. Það er til dæmis víða flughált á Vestfjörðum og á Ströndum, og einnig á Þverárfjalli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×